Sælar. Ákvað að pósta aðeins inn þar sem ég hef ei heyrt í ykkur í allt of langan tíma.
Á föstudaginn komum við heim frá Salou eftir vægast sagt æðislega ferð. Veðrið gat ekki verið betra, ströndin frábær, hótelgarðurinn lovely, Barcelona hrikalega flott, Tarragona líka. Ég mæli alveg með svona tveggja vikna sólarlandaferð og svei mér þá, við vorum öll tilbúin að vera viku lengur!
Í gær komst ég að því að það hafði einn (vonandi ekki fleiri) 1 cm langur laumufarþegi ákveðið að skella sér með til Íslands. Jebbs, það var kakkalakki að skríða upp skápinn minn og sem beeeeetur fer sá ég hann þannig að ég gat kramið hann. Oj oj oj. Núna finnst mér ég sjá pöddur alls staðar en vona bara að þetta hafi verið einstakt tilfelli.
Að lokum langar mig til að mæla með því að við flytjum allar saman til einhvers lands þar sem maður getur verið berfættur og í hlýrabol á kvöldin. Ég er tilbúin að þurfa að eitra íbúðina mína fyrir kakkalökkum bara til þess að upplifa það að fá heit sumur. Þetta er algjört rokrassgat sem við lifum á.
Ég ætla að enda þetta á því að þakka Elsu og Thelmu sérstaklega fyrir að halda lífi í plöntunum mínum og fiskunum. Takk takk takk.
Þið megið alveg kommenta þó svo að það sé ekki meira en bara til að segja wassup.
Kveðja.
sunnudagur, júlí 27, 2008
Hallú
Birt af Ólöf kl. 10:32 f.h. |
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)