laugardagur, apríl 25, 2009

smá fréttir frá okkur stórfjölskyldunni :-)

Jæja eins og þið vitið þá fæddist sú stutta 2 vikum fyrir settan dag og gekk fæðingin mjög hratt og vel fyrir sig. Hún fékk svokölluð vot lungu og þurfti að fara á vökudeild í nokkra daga. Hún var svo stór og sterk við fæðingu, eða 15 merkur og 52 cm löng, að hún náði að jafna sig smátt og smátt án þess að þurfa að fá einhver lyf, en röntgenmynd af lungum sýndu líka vott af lungnabólgu og blóðprufur smá hækkun á einhverju sýkingargildi, en læknarnir vildu samt bíða með að gefa henni sýklalyf og náði hún að jafna sig í hitakassanum sínum með smá aukinni súrefnisgjöf :-) Síðan fékk hún gulu og þurfti að fara í ljós í einn og hálfan sólarhring. En við komun heim í gær á sumardaginn fyrsta og var það í raun besta sumargjöfin okkar í ár :-) Hún er rosalega vær og góð og drekkur vel þegar ég næ að vekja hana, en henni finnst alveg rosalega gott að sofa þessa dagana, enda ennþá með smá gulu. Annars erum við búin að nefna hana og fær hún nafnið Eva Lind þegar við svo skírum hana. Við vildum ekkert vera að halda nafninu leyndu fyrir neinum, enda höfum við gert það tvisvar sinnum og vildum aðeins breyta til :-) Þetta er nafn alveg út í loftið, en kannski fær Berglind sysitr heiðurinn af Lind nafninu ;-) Ætli við skírum svo ekki bara einhverntímann í júní, en eigum samt alveg eftir að ákveða dag, enda nægur tími til stefnu :-)

Hvað er svo að frétta af ykkur hinum??

sunnudagur, apríl 19, 2009

Nýr Hákur :)

Til hamingju, Thelma, Jói og börn með litlu skvísuna. Nú bíðum við spennt eftir allaveganna 100+ myndum :) Vííí.