Hæ hæ
Í gær ræddum við aðeins um næsta matarklúbb og komumst að þeirri niðurstöðu að líklega kæmust bara flestir 22. desember og það er frábært að Ásta kæmist þá líka. Þennan dag er engin á jólahlaðborði og allir búnir í prófum. Svo, ég spyr eru allir sáttir við þessa dagsetningu? Ég tel að við séum 18 ef allir mæta. Svo úff bara eins gott að við Rúnar verðum skipulögð og búin að öllu fyrir þennan dag. En endilega kommentið og segið hvað ykkur finnst og þá getum við bara fest þennan dag. En eitt enn, Ólöf ég vil alls ekki eitthvað vera með einhvern yfirgang og vera að troðast fram fyrir ykkur ef ykkur langar til að halda jólaklúbbinn af því að mér er alveg sama þó ég haldi hann ekki.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Jólamatarklúbburinn
Birt af Ólöf kl. 4:09 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Einhver varð að taka af skarið!!!!
Jæja bloggpíur, hvað er nú títt??
Það er ekki hægt að neita því að maður finni nú fyrir árlegu orkuleysi. Þegar það er dimmt þegar farið er í vinnuna og dimmt þegar farið er úr vinnunni aftur. Í kvöld var kveikt á jólaljósunum hér í Árborg og birti óneitanlega yfir bænum...
Ég er enn að bíða eftir því að hafa tíma til að föndra jólakort. Ég er búin að gera undirbúningsvinnu fyrir nokkur en hef ekki haft tíma til að klára þau. Nágrannar okkar hér í sveitinni eru nýkomin frá Danmörku og nú er bara vika í að við förum þangað líka. Við erum að fara að heimsækja bróður hans Gríms og konuna hans og ég þarf líka að fara á einn fund. Ég misreiknaði mig samt allverulega þegar ég bókaði ferðina.... gerði ráð fyrir að Árósar væru í svona 2 klst lestarferð frá Köben. Ég gæti þá bara skroppið á fundinn.... en Árósar reyndust vera í 3 1/2 klst fjarlægð frá Köben..... Ég þá því slatta af lestarferðum framundan. Þarf því klárlega að kaupa mér einhverja reifara í fríhöfninni.
Ég er að vinna alla helgina, þetta er önnur helgin í mánuðinum sem ég er að vinna og ég er ekkert sérstaklega hress með það. En svona er það nú...
Eruð þið ekki með eitthvað krassandi slúður eða góða frétt sem gæti lífgað aðeins upp á vikuna?
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 7:27 e.h. |
föstudagur, nóvember 10, 2006
Voðalega höfum við það gott.
Norway Named Best Nation to Live In
By Evelyn Leopold, Reuters
UNITED NATIONS (Nov. 10) - Norway, Iceland, Australia, Ireland and Sweden rank as the best five countries to live in but Africa's quality of life has plummeted because of AIDS, said a U.N. report released on Thursday.
Hvernig ætli að þetta verði eftir 15 ár?
Birt af Ólöf kl. 2:32 e.h. |