Hæ hæ
Í gær ræddum við aðeins um næsta matarklúbb og komumst að þeirri niðurstöðu að líklega kæmust bara flestir 22. desember og það er frábært að Ásta kæmist þá líka. Þennan dag er engin á jólahlaðborði og allir búnir í prófum. Svo, ég spyr eru allir sáttir við þessa dagsetningu? Ég tel að við séum 18 ef allir mæta. Svo úff bara eins gott að við Rúnar verðum skipulögð og búin að öllu fyrir þennan dag. En endilega kommentið og segið hvað ykkur finnst og þá getum við bara fest þennan dag. En eitt enn, Ólöf ég vil alls ekki eitthvað vera með einhvern yfirgang og vera að troðast fram fyrir ykkur ef ykkur langar til að halda jólaklúbbinn af því að mér er alveg sama þó ég haldi hann ekki.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Jólamatarklúbburinn
Birt af Ólöf kl. 4:09 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|