laugardagur, desember 02, 2006

Þá er það ákveðið :)

Það verður sem sagt jólamatarklúbbur á Selfossi þann 22. desember. Frábært ef allir mæta. Við skulum bara vona að veðrið verði skaplegt og ekkert að færðinni. Læt ykkur vita þegar nær dregur um mætingu og ég þakka einnig fyrir boð um hjálp og getur vel verið að við þiggjum það. Nú er bara að spýta í lófana og hefja jólahreingerningu. Þetta verður mjög gaman og vonandi verðum við búin að setja jólatréð upp líka. Hvernig var þetta í fyrra, keyptum við ekki eina krakkagjöf og eina fullorðinsgjöf ?? Svo skulum við bara hafa kostnaðinn í lágmarki.
Heyrðu Ásta! Takk fyrir skemmtilegt og sniðugt kort:) Það er komið í eldhúsgluggan minn.
jæja við verðum bara í sambandi, ég ætla að fara að búa til aðventukrans og fara svo eitthvað að þrífa.
kveðja Bryndís