mánudagur, desember 11, 2006

Er þetta bara ég eða...

Ég er sem betur fer blessunarlega laus við allt jólastress enda tel ég forsenda jólastresssss vera eitthvað sem við búum til hjá okkur sjálfum. Reyndar ráða ekki allir við fjárhagsstressið sem fylgir jólagjafainnkaupum og jólamatarinnkaupum en allt þetta að vera búin að skrúbba íbúðina hátt og lágt, baka 50 smákökutegundir, föndra og skrifa í 100 jólakort, 2 hlaðborð, jólaglögg, meira föndur o.s.frv. er eitthvað sem ég tel vera algjöran óþarfa nema maður hafi góðan tíma. Eruð þið sammála eða er ég bara full of crap?