mánudagur, janúar 21, 2008

Hvernig væri

Hvernig væri ef ég héldi upp á öll mín afmæli sem ég hef átt síðan ég var 23ára, þann 8 febrúar sem er á föstudegi. Get ég stólað á ykkur að djamma og djúsa með mér framm á nótt þó svo að þið hafið verið að vinna þann dag?? Því ég myndi endilgea vilja djamma feitt með ykkur öllum. Er þetta nógur mikill fyrirvari fyrir þá sem þurfa að redda pössun?

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Matarklúbbur í janúar??

Jæja Sigurveig og Óli, nú fer að styttast í matarklúbbinn ykkar.  Verður ekki alveg örugglega svoleiðis í janúar?  ;-)  Varð bara aðeins að blogga um það þannig að það detti ekki upp fyrir eins og gerðist hjá öllum í fyrra, enda finnst mér alveg rosalega gaman að hitta ykkur öll og vil ég endilega halda í það :-)  


Hvað er annars að frétta af ykkur Háksmeðlimum?  Af okkur er allt fínt að frétta, nema það að fröken inflúensa kom í heimsókn til Rúnars Arnar síðasta sunnudag og liggur hann heima veikur eins og er og erum við Jói búin að skipta okkur í vinnunni til að geta verið heima með lasarusnum.....vona bara að við hin fáum ekki þessa leiðinlegu pest :-(

Ég, Elsa og Ólöf tókum okkur til og fórum að æfa jassballett núna í janúar og er það alveg ógeðslega gaman, en eini ókosturinn er sá að þetta er bara 2x í viku og væri ég alveg til í að mæta mun oftar, enda rosalega gaman að dansa svona.  Maður þarf bara að fara að æfa sig aðeins heima líka vegna þess að við erum að læra svo flókinn dans að maður er allan tímann að reyna að halda í við kennarann ;-)

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, vonandi hittumst við sem fyrst.

Kveðja Thelma