Til hamingju með afmælið í dag, frænka. Þú nærð okkur alltaf (nema Ástu gömlu).
sunnudagur, apríl 20, 2008
Ennþá 29 ára :)
Hæ hæ
Hvað segið gott allar. Ég segi allavega allt bara mjög gott. Er á leið til Köben á miðvikudagsmorgun með leikskólanum Árbæ. Þar ætlum við að skoða leikskóla sem verður án efa fróðlegt. Maður fær alltaf nýjar hugmyndir og sér alltaf eitthvað öðruvísi. Svo ætlum við náttúrulega líka að versla í H og M :) Ohh ég hlakka svo til, allt of langt síðan ég fór í HM, ég missi mig örugglega. Svo kem ég heim og þá verð ég víst að bíta í það súra epli að vera komin á fertugsaldurinn. Að því tilefni ætlum við Rúnar að halda partý laugardagskvöldið 3. maí kl. 20:30. Við ætluðum alltaf að halda partý þegar Rúnar varð 30 en svo varð ekkert úr því þar sem ég var kasólétt og svona. Svo okkur fannst upplagt að halda þetta bara núna. Svo þið eruð hér með boðin, endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.
Í lokin langar mig að mæla með sýningu Listháskólans sem er haldin núna á Kjarvalsstöðum. Þetta er skemmtileg sýning með allskonar verkum. Systir mín og kærasti hennar eru bæði með skemmtileg verk þarna. Verkið hennar Hönnu heitir Þáttaskil og er stórt verk sem eru nokkrar ljósmyndir á plexígleri sem nýtur sín vel í stórum glugga þarna. Mér finnst það alveg svakalega flott. Kærasti hennar hann Sindri er aftur á móti í vöruhönnun og verkið hans er skór sem er hægt að skipta um efnið sem er ofan á skónum og það er fest með segli. Sniðug hugmynd og mjög vel útfærð. Ég og Ólöf fórum á opnun sýningarinnar í gær. Það kostar ekkert inn svo endilega þið sem hafið áhuga kíkið á þetta.
Jæja njótið þess sem eftir lifir af helginni
kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 9:46 f.h. |
laugardagur, apríl 12, 2008
Til þess að hafa allt á hreinu
þá hefst matarhald klukkan sjö. Sjáumst í kvöld :)
Kv. Ólöf, Ruben og Ástapásta
Birt af Ólöf kl. 9:52 f.h. |
föstudagur, apríl 04, 2008
Matarklúbbur í apríl
Verður laugardaginn 12. apríl. Frekari fréttir síðar. Vinsamlegast meldið ykkur inn svo við vitum hvað við eigum að elda mikið.
Kv. Ólöf, Ruben og Ástapásta
Birt af Ólöf kl. 3:45 e.h. |