sunnudagur, júní 29, 2008

Útilega

Núna er komið að fyrsta óhefðbundna "matarklúbbnum". Við Grímur ætlum að halda útilegu fyrir hópinn næstu helgi (fyrstu helgina í júlí). Ykkur er öllum boðið með börnum og gæludýrum í sveitina við Reykholt. Við tjöldum á túninu hjá foreldrum Gríms og salernisaðstaða verður í húsinu þeirra.

Við byrjum á föstudagskvöldið og stefnum að sjálfsögðu á sólskin og gott veður alla helgina. Grill verður á staðnum. Ég er ekki enn búin að setja niður formlegt prógramm fyrir helgina en það verður farin hópferð í slakka, sundferð, leikir o.s.frv.

Við gistum tvær nætur og heimferð á sunnudag

kv Dögg