sunnudagur, september 28, 2008

óhefðbundinn mató 3.október

við ætlum að halda óhefðbundinn mató næsta föstudag og fara með alla í Keiluhöllina svona um 8 leytið (en hver borgar samt fyrir sig og sína) :-) Endilega látið i ykkur heyra og ef þið sem eruð með mató í október eruð ekki sátt við það verðum við bara að hætta við og þið haldið ykkar í október, þó að þið munuð hvort eð er gera það líka (ekki slæmt að hafa tvo í sama mánuðinum). Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í september að við gátum hvergi komið fyrir mató fyrr en núna, en við munum þá halda hann 3ja október ;-)

miðvikudagur, september 17, 2008

Til lukku Sigurveig og Óli með skvísuna :-)

Innilega til lukku með skvísuna Sigurveig, Óli og Heiða Björg, hlakka til að sjá hana með berum augum :-)  

fimmtudagur, september 04, 2008

Áskorun

Sæl og blessuð öll

Við Grímur ætlum að koma með áskorun á hópinn. Við skorum á ykkur að taka þátt í brúarhlaupinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Það er hægt að fara 3 km hlaup, 5 km hlaup, 3 km hjól, 5 km hjól, 10 km hlaup og 21 km hlaup. Ég ætla að hlaupa 10 km og Grímur er að vinna í hlaupinu því þetta er bankinn hans sem heldur þetta.

Það er líka hægt að taka þátt með að standa á hliðarlínunni og hvetja þá sem taka þátt. Eftir hlaupið getum við farið í sund og við Grímur bjóðum svo öllum heim í súpu, brauð og (afmælis)köku á eftir. Allir tvífætlingar sem og ferfætlingar stórir sem smáir velkomnir.

Það er spáð fínu veðri.

Við skorum á ykkur að ljúka sumrinu með stæl ( sérstaklega þú Fjalar!!!)

kv Dögg