sunnudagur, nóvember 30, 2008

Jólamatarklúbburinn

Hæ hæ
Við erum að spá í að halda matarklúbbinn næsta laugardagskvöld, segið mér að þið komist öll plís !!!!!
Staðsetning er Reykhólasveit er það ekki í lagi ????? nei bara grín við ætlum að halda hann hjá Thelmu og Jóa, þau voru svo elskuleg að lána okkur eldhúsið sitt.
Er ekki rétt hjá mér að Dögg og Ásta eru báðar í fríi?
En vonandi komast sem flestir. Við myndum hafa svona pakka eins og alltaf, hann má kosta frá 0-1000 kr. , það er einn pakki á mann og hver sér um að sitt barn/börn fái pakka.
Endilega kommentið hvort þið getið mætt.
kveðja Bryndís og Rúnar

mánudagur, nóvember 17, 2008

Matarklúbbur Nóv

Jæja þá er komið að því sem allir sannir mathákar hafa beðið eftir. Föstudaginn 21. nóv viljum við Dögg bjóða ykkur í matarklúbb hingað til okkar á Selfoss. Boðið verður upp á dýrindis kreppu-matseðil og mun borðhald hefjast kl. 19.30. Endilega látið okkur vita hverjir komast og kreppuráðið í dag er að sameinast í bílana.

Kveðja,
Grímur

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Jólaföndur

Hæ stelpur, hvernig líst ykkur á jólaföndur á sunnudaginn?? Er einhver spentur fyrir því (Elsa við saumum bara það sama og í fyrra =p ) Hugmyndin er að hittast heima hjá Thlemu um 6 eða 7 og við gætum pantað pizzu. Eða búið til pizzu. Borðað pipakökur í eftirétt, drukkið jólaöl og föndrað. Verið þið duglegar að kommenta og látið boðin berast til þeirra sem fara ekki oft á bloggið.
Heirumst