hæ hæ kann ekki að setja inn vídeó, en vonandi virkar þessi linkur :-)
þriðjudagur, desember 23, 2008
Geggjað hús og jólaseríur.....verðið að kíkja á linkinn
Birt af Thelma kl. 10:42 f.h. |
föstudagur, desember 12, 2008
Veikindi :(
Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að skrifa það sem ég er að fara að skrifa en það verður því miður enginn matarklúbbur á morgun, allavega ekki af okkar hálfu, þið ráðið náttúrulega hvort þið hittist samt sem áður. En ég er með einhverja ömurlega magapest og Rúnar er orðin tæpur líka í maganum svo okkur finnst ekki gáfulegt að fara að taka áhættu á því að leggja ykkur öll í rúmið svona rétt fyrir jólin. Mér er búið að líða alveg skelfilega í allan dag og ofan á magapestina bætist svo við samviskubit yfir því að þurfa sleppa matarklúbbnum. En þetta er bara svona því miður og mér finnst það ömurlegt, ég var búin að hlakka mikið til. Við komum þá líklega bara í bæinn næstu helgi og þá þurfum við að klára að kaupa allt fyrir jólin og ég held að það verði of mikið stress að eiga að halda matarklúbb líka. Svo þið verðið eiginlega bara að eiga inni matarklúbb hjá okkur.
Vonandi sjáumst við nú samt fljótlega
kveðjur úr pestbælinu
Bryndís
Birt af Bryndís kl. 4:40 e.h. |
fimmtudagur, desember 04, 2008
Jólaljósablogg II
Ég veit að það hafa margir beðið spenntir eftir jólaljósabloggi í ár. Eins og þið munið frá í fyrra þá var miiiiiikið vesen og töluverður kostnaður við jólaljósauppsetningu í fyrra. Í ár er náttúrulega kreppa og það mátti því vera vesen en ekki kostnaður.
Ég byrjaði á því að fara yfir seríurnar í vor. Ég ætlaði ekki að lenda aftur í svona miklu veseni fyrir jólin núna. Ég skipti um þær perur sem ég sá að voru bilaðar á löngu seríunni á pallinum og reyndi að koma seríunum sem eru fyrir framan hús í gang. Aðeins önnur virkaði (20 ljósa serían), ég gafst upp og við fórum því í endurlífgunartilraunir á seríunum um miðjan nóvember.
Af seríunum fyrir framan hús þá fór 20 ljósa serían strax í gang ( það mátti nú alveg vera, það var keypt ný í fyrra). 40 ljósa serían fór ekki í gang í fyrstu umferð, við keyptum nokkrar perur og skiptum og þá fór hún í gang. Grímur fékk lánaðan stiga hjá nágrannanum og setti þær upp, viti menn, þegar þær voru komnar upp þá virkaði sú 40 ljósa ekki!!! Við ákváðum að salta málið aðeins.
Blessað gervigrenið sem fer á pallinn má nú eiga það að það bilar aldrei, enda eru engin ljós í því. Það sama er ekki hægt að segja um 480 ljósa marglitu seriuna sem við keyptum í fyrra á 16 000 kr. Hún er skipt í 6 hluta og tengist hver hluti straumbeytinum sér. Mér var sagt að maður ætti að geta keypt nýjan "hluta" ef einn af þessum 6 seríum bilaði. Einn "hlutinn" virkaði ekki , sem og svona 30 perur, og við strunsuðum út í húsasmiðju til að kaupa perur og nýjan"hluta". Þá kemur í ljós að þeir höfðu ekki keypt inn perur fyrir þessa týpu af seríum og heldur ekki nýjan "hluta". Svekkjandi!!!!
Við fórum í byko, þar áttu þeir heldur ekki svona seríu en einn af starfsmönnunum kenndi okkur að breyta perum sem ætlaðar eru fyrir aðra seríu í perur sem gætu nýst í þessa. Við fórum heim og byrjuðum að föndra við seríuna. Grímur náði að gera við bilaða hlutann með rafmagnssnúru skítmixi, ég fór yfir allar perur, hreinsaði stæðin og eftir stóðum við með seríu sem er 460 ljósa (perutrixið frá bykogæjanum virkaði ekki). Þetta tók góða 6 tíma með uppsetningu.
Enn stóð eftir að fá 40 ljósa seríuna í gang, nágranni okkar fékk lánaða græju til að prufa stæðin og perurnar. Vopnaður þessari græju náði Grímur að fá seríuna í gang, það var ein sprungin pera og að sjálfsögðu var hún næst síðust sem var prófuð. Grímur var svo uppveðraður eftir þetta afrek að hann fór líka yfir 40 ljósa seríuna hjá nágrannanum sem er alveg eins og kom henni í gang líka!!!!
Sem sé þá eru öll úti-jólaljós á þessum bænum komin í gang, við ætlum að hvíla okkur aðeins áður en við byrjum endurlígunartilraunir á inniljósum. Til allra er sama ráðlegging og í fyrra, í guðana bænum sleppið útiljósum á húsið ykkar, í mestalagi einn lýsandi jólakrans á hurðina og jú við getum líka mælt með lýsandi jólatré frá byko sem hefur aldrei bilað hjá okkur þó það sé svolítið ryðgað orðið.
Af öðrum jólaundirbúningi þá erum við búin að baka tvær sortir af smákökum og borða þær allar!!! Við ætlum að baka meira í kvöld.
kv Dögg
Birt af Dögg kl. 6:14 e.h. |