föstudagur, desember 12, 2008

Veikindi :(

Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að skrifa það sem ég er að fara að skrifa en það verður því miður enginn matarklúbbur á morgun, allavega ekki af okkar hálfu, þið ráðið náttúrulega hvort þið hittist samt sem áður. En ég er með einhverja ömurlega magapest og Rúnar er orðin tæpur líka í maganum svo okkur finnst ekki gáfulegt að fara að taka áhættu á því að leggja ykkur öll í rúmið svona rétt fyrir jólin. Mér er búið að líða alveg skelfilega í allan dag og ofan á magapestina bætist svo við samviskubit yfir því að þurfa sleppa matarklúbbnum. En þetta er bara svona því miður og mér finnst það ömurlegt, ég var búin að hlakka mikið til. Við komum þá líklega bara í bæinn næstu helgi og þá þurfum við að klára að kaupa allt fyrir jólin og ég held að það verði of mikið stress að eiga að halda matarklúbb líka. Svo þið verðið eiginlega bara að eiga inni matarklúbb hjá okkur.
Vonandi sjáumst við nú samt fljótlega
kveðjur úr pestbælinu
Bryndís