fimmtudagur, maí 28, 2009

bloggedí blogg

Um að gera að nota tækifærið og blogga svolítið núna.  Gímur er í fótbolta og ég er í sveitinni að bíða eftir að leikurinn sé búinn.  Er búin að liggja á netinu núna í klukkutíma, alveg fyrirmyndar tímasóun þetta internet. Samt er ég ekki enn farin að kíkja inn á Youtube, sem oft hefur getað drepið marga klukkutíma.


Ég er búin með ALSO kúrsinn minn, tók prófið 15 maí og gekk mjög vel, fékk 9,7 í bóklegu og 9,5 í verklegu.  Gott að reyna aðeins á heilasellurnar sem hafa ekkert þurft að reyna á sig í prófum síðan ég kláraði sjötta árið.  Ég telst þá núna vera ALSO-provider sem er faglærður einstaklingur með fullnægjandi þekkingu í bráðavandamálum í meðgöngu og fæðingu.  Virkilega skemmtilegur kúrs.

Við Grímur undirbúum í rólegheitum komu nýja fjölskyldumeðlimsins.  Við erum búin að fá fullt af hlutum lánaða og þar á meðal mikið af fötum.  Ég kíkti yfir einhvern lista sem ég fékk í mæðraverndinni um það hvað þarf að vera til þegar barnið fæðist.  Þetta er mjög hófstilltur listi, ekkert líkur þeim  3 blaðsíðna listum sem maður finnur á barnalandi til dæmis.  Við áttuðum okkur á að við höfðum alveg gleymt að gera ráð fyrir útifötum á barnið.. vorum komin með fullt af samfellum og göllum en gleymdum alveg að hugsa fyrir yfirhöfn!!!  Við höfðum samband við bróður hans Gríms og þau gátu lánað okkur útiföt.  

Ég er enn að vinna en ætla að fara að hætta því fljótlega, ég er orðin of stór til að standa í einhverjum skurðstofuhasar núna.  Tók eina akút aðgerð í gær og kláraði algjörlega orkuna fyrir daginn.

Við erum búin að selja litla bílinn okkar, Haukur bróðir keypti hann af okkur, núna eigum við bara þyrluna.  Eins gott að hún standi sig.  Hún er samt að fara í smá viðgerð í næstu viku... en þetta er innköllunrviðgerð frá umboðinu og á ekki að kosta neitt.  Á enginn annar svona viðhaldsmikinn bíl eins og við???

Er mikið að spá í aðgerðum nýju ríkisstjórnarinnar þessa dagana, maður vissi svo sem að skattahækkanir væru yfirvofandi.  Mér finnst samt það að hækka verð á bensíni, tóbaki og áfengi vera full gróft.  Þetta vegur svo ansi þungt í vísitölu og hækkar verðtryggðu íbúðarlánin sem loksins voru að lækka vegna verðhjöðnunar.  Nú væri gott að sjá handvirka niðurfærslu á vísitölu til að vernda heimilin, annars er ég hrædd um að við sitjum öll uppi með það að búa í því húsnæði sem við erum í þar til við verðum gömul.  Hafið þið verið að spá eitthvað í þessu?

Kv Dögg