þriðjudagur, júní 23, 2009

Þá er það ákveðið

Matarklúbburinn verður á Selfossi á fimmtudagskvöldið og mæting er klukkan sjö. Við hlökkum til að sjá ykkur öll. :)

laugardagur, júní 20, 2009

Eruð þið orðin svöng ??

Úps það er kominn tuttugasti júní og við eftir að finna dagsetningu fyrir matarklúbb. Þið verðið að afsaka ég er bara búin að hugsa um afmæli og aftur afmæli. Semsagt seinna afmælið var í dag svo nú get ég farið að hugsa um matarklúbb :) Við héldum upp á afmælið hans Geirmundar hér í sveitinni fyrir krakkana á leikskólanum í dag. Það heppnaðist bara vel og það er þungu fargi af mér létt að þessi törn sé búin. Við eigum eftir að ákveða okkur aðeins betur, það kemur því dagsetning bráðum, svo fylgist með hér á lamadýr :).
kveðja Bryndís

fimmtudagur, júní 04, 2009

Nýr Hákur!

Innilegar hamingjuóskir með dömuna, Dögg og Grímur. Nú bíðum við eftir myndum :)