Úps það er kominn tuttugasti júní og við eftir að finna dagsetningu fyrir matarklúbb. Þið verðið að afsaka ég er bara búin að hugsa um afmæli og aftur afmæli. Semsagt seinna afmælið var í dag svo nú get ég farið að hugsa um matarklúbb :) Við héldum upp á afmælið hans Geirmundar hér í sveitinni fyrir krakkana á leikskólanum í dag. Það heppnaðist bara vel og það er þungu fargi af mér létt að þessi törn sé búin. Við eigum eftir að ákveða okkur aðeins betur, það kemur því dagsetning bráðum, svo fylgist með hér á lamadýr :).
kveðja Bryndís
laugardagur, júní 20, 2009
Eruð þið orðin svöng ??
Birt af Bryndís kl. 11:34 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|