sunnudagur, janúar 01, 2012

Tilkynning

Varðandi matarklúbbinn Hákur.
Þar sem allir héldu klúbbinn einungis einu sinni á síðastliðnu ári þá hefur verið ákveðið að í stað þess að verið sé að bæta upp þennan eina sem hver og einn missti úr, að þá muni allir byrja með hreint blað á árinu 2012.

Gleðilegt ár :)

mánudagur, nóvember 28, 2011

Matarklúbburinn okkar

Matarklúbburinn ?????
Hvernig er það er hann eitthvað að detta uppfyrir, það hefur ekki verið klúbbur síðan Dögg og Grímur héldu í júní eða júlí, er það ekki rétt hjá mér og þar áður var í maí hjá mér og Rúnari. Eru allir svona busy eða erum við að missa áhugann, hvað segið þið ?
Við Rúnar vorum að spá í með desemberklúbbinn hvort það væri áhugi hjá ykkur í stað þess að hafa hefðbundinn jólaklúbb færum við saman á jólahlaðborð saman.
Hvernig er hljómgrunnur fyrir því, endilega segið ykkar skoðun.
                                                               bestu kveðjur frá Selfossi

sunnudagur, nóvember 13, 2011

Saumó

Hæ.


Ég ætti að geta haft saumó annað kvöld. Komist þið þá? Ef ekki þá gætum við hist á fimmtudaginn. Alveg sama mín vegna hvor dagurinn er valinn.

föstudagur, október 28, 2011

Matarklúbbur

Ólöf, Ruben & Ásta og Thelma & Jói ætla halda óhefðbundin matarklúbb saman sunnudaginn 13 nóvember. Allir að mæta í sínu fínasta pússi, vera sætir og búnir að æfa brosið því það verður hópmyndataka. Allir með, börnin líka. Eftir myndatökuna fáum við okkur smá snarl.
Það er ekki alveg ákveðið hvar þetta verður og klukkan hvað en á bilinu kl 15:00 einhverstaðar í Breiðholtinu eða Kópavoginum.

miðvikudagur, september 14, 2011

Stelpukvöld

Hæ.


Mig langar svo að hittast fljótlega. Eruð þið kannski lausar á föstudagskvöldið? Væri gaman að hafa heimakaffihúsakvöld :) Það er ekki komin dagsetning eða plan fyrir matarklúbbinn en það er allt í vinnslu.

mánudagur, september 05, 2011

Hafiði séð nakið lamadýr ?? :)

Langaði aðeins að vekja þessa síðu af blundinum sínum. Bara svona til gamans þá fann ég mynd af allsberu lamadýri, mátti til með að pósta henni hingað, vona að það heppnist :)  Kveðja Bryndísnakinn stor

mánudagur, ágúst 15, 2011

Café Elsa

Jæja þá er hittingur á miðvikudaginn heima hjá Elsu kl 20:30. Við þurfum virkilega að hittast núna og er fínt að gera það í heimahúsi. Það væri upplagt að halda þetta út veturinn þar sem við vorum búnar að gera tilraun að hittast á kaffihúsi reglulega...en það datt upp fyrir. Kanski þetta haldist betur þennan háttin. Allaveganna, þá ætla ég að koma með kryddbrauð ala Dögg og væri ágætt ef einhver annar gæti keypt gos. Elsa ætlar að baka eða kaupa sæta köku og ef einhver annar vill kaupa meira af einhverju þá má það.
Endilega látið vita hvort þið komist og sfv.