Það er svo sem búið að vera nóg að gera hjá mér í verkfallinu. Erum búin að vera á fullu í íbúðinni og looooksins fer að sjá fyrir endann á þessum endalausu uppfæringum sem við ákváðum að hella okkur út í. Búið að slípa parketið og setja á það fimm lakklög og þó svo ég segi sjálf frá þá lítur það mjög vel útþ Máluðum og máluðum í gær með mömmu og pabba til halds og trausts. EInungis ein umferð eftir á stofuna og eldhúsið. Þetta er semsagt allt að koma. Á eftir þarf ég að skreppa í íbúðina til að taka á móti pöddumorðingjanum sem ætlar að spreyja alla íbúðina og losa hana við allt kvikt og óboðið. Það verður mikill léttir.
En segið mér... Hver verður með næsta matarklúbb?
Æjá, eitt í viðbótt. BANKAREIKNINGUR. Nú er búið að stofna eitt stykki söfnunarreikning fyrir Bostonferð og endaði hann einhverra hluta vegna á mínu nafni. Alveg óvart. Ég get sem sagt fylgst með honum á netinu og séð um allt sem að því kemur. Þið ráðið hvort ég fari pöblik með yfirlitið eða þá hvort það ríki trúnaður á milli mín og ykkar sem einstaklinga þannig að hver og einn hefur áhyggjur af því hvar hann stendur án þess að hafa allan hópinn yfir sér. Nánari díteil er best að senda til ykkar í pósti enda algjör óþarfi að plögga því hérna á netinu. Þetta er líka orðið andsk. langt blogg.
Kv. Ólöf
þriðjudagur, september 28, 2004
Og verkfall heldur áfram...
Birt af Ólöf kl. 9:00 f.h. |
mánudagur, september 27, 2004
:o(
DJÖ DJÖ DJÖ....ekki endaði þessi helgi nú vel. Kíktum í heimsókn til frænku minnar á laugardaginn og svo vildi Heiða Björg og ein frænkan endilega sofa saman HEIMA HJÁ MÉR. Var síðan að greiða þeim í gærmorgun og JIBBÍ JEI frænkan morandi í lús...HROLLUR. Ég sem ætlaði að fá eitthvað gott að borða í afmælinu hans Rúnars í gær en nei ég stóð á haus að þrífa allt hátt og lágt. Mér finnst alveg ótrúlegt að ég skyldi ekki fá móðursýkiskast, hélt alltaf að ég myndi sturlast ef ég myndi finna lús hérna en neibb ég var bara hin rólegasta. Ætla bara rétt að vona að við séum búnar að losa okkur við þennan óboðna gest og að hann komi aldrei aldrei aldrei aftur.
Takk fyrir mig
Birt af Nafnlaus kl. 8:51 f.h. |
þriðjudagur, september 21, 2004
Afmæli hjá Rúnari Erni næsta sunnudag klukkan 13:00
Hæ, hæ!!
Ætlum að halda upp á afmælið hans Rúnars Arnars næsta sunnudag klukkan 13:00 vegna þess að á afmælishelginni er hann hjá Jakobi pabba sínum og svo helgina eftir það erum við uppi í sumarbústað að djúsa.....;-) Það væri mjög gaman ef þið háksmeðlimir, makar og börn gætuð komið í afmælið hans og þegið góðar veitingar.....en þetta verður svona ekta barnaafmæli, með súkkulaðikökum og fleira góðgæti....nammi, namm!!
Endilega látið okkur vita ef þið komist ekki. Annars verðum við bara í sambandi.
Kveðja Thelma og co.
Birt af Thelma kl. 9:07 e.h. |
þriðjudagur, september 14, 2004
Innflutningspartý næsta laugardagskvöld!!
Hæ, hæ!! Hvernig líst ykkur á að mæta í smá innflutningspartý næsta laugardagskvöld heima hjá okkur Jóa í smá léttar veitingar og fljótandi veigar fyrir þá allra fyrstu?? Mæting er um 9.....nema fyrir Ólöfu og Ruben....þau eiga að mæta klukkan 8....hehehe....;-) En endilega látið okkur vita sem fyrst ef þessi dagur hentar ekki vegna þess að þá reynum við að flytja partýið yfir á föstudaginn, þ.e.a.s. ef næstum enginn kemst á laugardeginum. Hlakka annars til að hitta ykkur og endilega byrjið að redda pössun fyrir þá sem þurfa, vegna þess að þetta verður svaka stuð.
Ásta mín, við skulum bara hugsa rosalega vel til þín í útlandinu á meðan og ég skal sjá um að einhver drekki líka fyrir þig!!! ;-)
Adios amigos, Thelma og Jói.
Birt af Thelma kl. 5:35 e.h. |
þriðjudagur, september 07, 2004
Til hamingju með daginn elsku Dögg : )
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag Hún á afmæli hún Dögg Hún á afmæli í dag.........Húrra húrra húrrrrrrrraaaaaaaaaaaaaaa!!! |
Birt af Elsa kl. 9:51 f.h. |
föstudagur, september 03, 2004
Góða helgi
Halló allar saman
Þá er komin einn ein helgin og ég er á leið í smalamennskur og réttir. Reyndar geri ég nú minnst, ég hugsa bara um Geirmund Viðar og læt Rúnar sjá um að fara á fjall og reka rollur :) Ég er eiginlega bara mjög fegin, er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera að hlaupa á eftir rollum og er þetta því ágæt afsökun, hí hí. Verð að fara að finna mér afsökun fyrir næstu smalamennskur, spurnig um að vera orðin ólétt aftur hmmm, því þá get ég ekki hlaupið, annars er hann ennþá svo ungur þannig að hann mun verða afsökun fyrir mig næstu 2 árin, svo þarf ég að fara að hugsa. Það er eins gott að Rúnar lesi ekki þetta blogg. Þið lofið að segja ekkert, usssss. En allavega vonandi hafið þið það gott um helgina og við sjáumst í næstu viku.
Birt af Ólöf kl. 1:34 e.h. |