Það er svo sem búið að vera nóg að gera hjá mér í verkfallinu. Erum búin að vera á fullu í íbúðinni og looooksins fer að sjá fyrir endann á þessum endalausu uppfæringum sem við ákváðum að hella okkur út í. Búið að slípa parketið og setja á það fimm lakklög og þó svo ég segi sjálf frá þá lítur það mjög vel útþ Máluðum og máluðum í gær með mömmu og pabba til halds og trausts. EInungis ein umferð eftir á stofuna og eldhúsið. Þetta er semsagt allt að koma. Á eftir þarf ég að skreppa í íbúðina til að taka á móti pöddumorðingjanum sem ætlar að spreyja alla íbúðina og losa hana við allt kvikt og óboðið. Það verður mikill léttir.
En segið mér... Hver verður með næsta matarklúbb?
Æjá, eitt í viðbótt. BANKAREIKNINGUR. Nú er búið að stofna eitt stykki söfnunarreikning fyrir Bostonferð og endaði hann einhverra hluta vegna á mínu nafni. Alveg óvart. Ég get sem sagt fylgst með honum á netinu og séð um allt sem að því kemur. Þið ráðið hvort ég fari pöblik með yfirlitið eða þá hvort það ríki trúnaður á milli mín og ykkar sem einstaklinga þannig að hver og einn hefur áhyggjur af því hvar hann stendur án þess að hafa allan hópinn yfir sér. Nánari díteil er best að senda til ykkar í pósti enda algjör óþarfi að plögga því hérna á netinu. Þetta er líka orðið andsk. langt blogg.
Kv. Ólöf
þriðjudagur, september 28, 2004
Og verkfall heldur áfram...
Birt af Ólöf kl. 9:00 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|