Halló allar saman
Þá er komin einn ein helgin og ég er á leið í smalamennskur og réttir. Reyndar geri ég nú minnst, ég hugsa bara um Geirmund Viðar og læt Rúnar sjá um að fara á fjall og reka rollur :) Ég er eiginlega bara mjög fegin, er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera að hlaupa á eftir rollum og er þetta því ágæt afsökun, hí hí. Verð að fara að finna mér afsökun fyrir næstu smalamennskur, spurnig um að vera orðin ólétt aftur hmmm, því þá get ég ekki hlaupið, annars er hann ennþá svo ungur þannig að hann mun verða afsökun fyrir mig næstu 2 árin, svo þarf ég að fara að hugsa. Það er eins gott að Rúnar lesi ekki þetta blogg. Þið lofið að segja ekkert, usssss. En allavega vonandi hafið þið það gott um helgina og við sjáumst í næstu viku.
föstudagur, september 03, 2004
Góða helgi
Birt af Ólöf kl. 1:34 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|