Hæ hæ
Þetta er ekki það skemmtilegasta sem mér finnst að gera en ég verð víst að rukka ykkur. Rúnar borgaði fyrir alla í keilu á árshátíðinni, það var 1100 krónur á manninn. Ólöf og Ruben eru einu sem eru búin að borga. Svo er það framköllunarkostnaðurinn fyrir myndatöku okkar stelpnanna það er 357 krónur á manninn. Það væri fínt ef þið gætuð bara lagt þetta inn á minn reikning og svo borga ég pabba þetta. Myndirnar koma svo fljótlega inn á harða diskinn og þið gætuð nálgast þær þar. Sigurveig er búin að borga þetta, dróst af pizzukostnaðinum um daginn og Sigurveig ég skulda þér eitthvað þar, spurning hvort við erum kvitt bara af því við borguðum keiluna fyrir þig. En ef þú ert ekki sátt við það láttu mig þá vita. En semsagt er reiknisnr. mitt 0528-26-863. kveðja Bryndís
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Halló
Birt af Ólöf kl. 12:03 e.h. |
mánudagur, apríl 25, 2005
Bloggið er ekki dautt
Sælar skvísur
Nú er vorið svo sannarlega komið og kominn tími á að við stöndum við stóru orðin varðandi gönguferðir og fjallgöngur. Því boða ég til gönguferðar á Úlfarsfell þriðjudagskvöld klukkan 20. Hittumst við fjallsrætur stundvíslega með maka og börn í eftirdragi. Til vara (ef rignir) er miðvikudagskvöldið á sama tíma. Við leggjum af stað 10 mínútur yfir átta, ef einhver er ekki mættur þá verður sá hinn sami bara að rölta þetta án hópsins.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 2:44 e.h. |
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Árshátíð yfirstaðin
Hæ hæ allir Háksmeðlimir
Hvað er þetta eiginlega, bloggið bara dautt eru nokkuð allir komnir með leið á hvorum öðrum eftir svona heilan dag, nei nei ég segi bara svona. Ég vildi bara þakka öllum kærlega fyrir síðast, árshátíðin er nú bara búin og heppnaðist hún mjög vel í alla staði þrátt fyrir rigningu og rok. Allavega skemmti ég mér rosalega vel og maturinn var góður. Við endilega endurtökum þetta að ári.
En stelpur varðandi myndirnar sem pabbi tók þurfum við bara að finna einhvern tíma til að hittast og skoða þær saman. Pabbi lét þær á disk, þannig að ég þarf bara að nálgast hann og svo getum við hist. Kannski annað kvöld, föstudagskvöld eða í næstu viku. Ég er laus mánudag og miðvikudag eru þið lausar þá?
Kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 3:24 e.h. |
þriðjudagur, apríl 12, 2005
diggilú diggilei
Sá að það var kominn tími á mig að blogga svo nú skal láta slag standa... eða eitthvað...
Allaveganna, ég þakka bara fyrir ánægjulegan sunnudag. Myndatakan var mjög skemmtileg og það verður gaman að sjá hvernig til tókst. Ég og Bryndís fengum smá forskot á ykkur hinar þar sem pabbi hennar prentaði út, eftir að flestar voru farnar, eina digital mynd af okkur þar sem við sátum á gólfinu. Hún kom bara mjög vel út og ég verð að segja að sem hópur þá myndumst við bara nokkuð vel :) Úje.
Svo langar mig dálítið að vita hvað þið hafið hugsað ykkur að gokarta lengi. Mér er nokk sama þó ég keyri bara í 10 mínútur. Hins vegar ef allir ætla að keyra lengur en það þá fylgi ég bara krádinu. Endilega komið með svar í kommentum ykkar.
Að lokum þá segi ég bara góða skemmtun í London, Ásta, og við heyrumst í skype-inu á laugardaginn. Víú víú.
Tschüs (hvernig var þetta aftur skrifað?)
Birt af Ólöf kl. 5:02 e.h. |
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Næstum kominn föstudagur : )
Jess, ég hlakka til á morgun. Mér finnst föstudagar æðislegir : ) Það var pizza í hádeginu hérna og þá datt ég alveg í föstudagsgírinn. En hvenær er mæting í matarklúbbinn á morgun Thelma? Ætlið þið að djamma eða verður þetta bara rólegheitar kvöld? Við erum sko að fara á æfingu kl. 10 á lau og í bíó á eftir það þ.a við verðum allavega í frekar rólegum gír en maður getur alltaf fengið sé a.m.k einn öllara ; )
Svo er bara ein vika í árshátíðina! Á ég að panta borð fyrir okkur á Austur Indíafélaginu? Ég var að spá hvort það væri ekki fínt að panta kl 20 þannig að við höfum nægan tíma fyrir gokart/bláa lónið og kanski smá labb. Hvernig líst ykkur á það?
Well, hlakka til að sjá ykkur á morgun ; )
Kv. Elsa
Birt af Elsa kl. 2:42 e.h. |
þriðjudagur, apríl 05, 2005
FERÐAFUNDUR :)
Þá er komið að næsta ferðafundi. Hann verður haldinn í Vesturberginu, kemur ekki á óvart líklega, þar sem einn lítill þarf að fara að sofa. Mæting er klukkan átta og vonandi geta bara allir mætt og meira að segja Ásta getur mætt á þennan fund, jibbý er það ekki annars Ásta?
jæja allavega sjáumst á morgun
kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 9:52 f.h. |
mánudagur, apríl 04, 2005
Hey girls!!!
Ætlið þið á Franz ferdinand??? Mig langar geðveikt að fara en er ekki búin að kaupa miða.
Birt af Elsa kl. 11:26 f.h. |
föstudagur, apríl 01, 2005
Spakmæli vikunnar :o)
Ég veit að þið hafið öll heyrt eða lesið um þessi fræði áður, en ég hef ekki séð neinn útskýra þetta eins vel og hinn alvísa Cliff Calvin í Staupasteini. >Cliff Calvin var að útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig: > >"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona.... >Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni. >Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst. > >Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar. > >Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst. > >Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari. > >Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"
Birt af Nafnlaus kl. 10:47 f.h. |