þriðjudagur, apríl 12, 2005

diggilú diggilei

Sá að það var kominn tími á mig að blogga svo nú skal láta slag standa... eða eitthvað...
Allaveganna, ég þakka bara fyrir ánægjulegan sunnudag. Myndatakan var mjög skemmtileg og það verður gaman að sjá hvernig til tókst. Ég og Bryndís fengum smá forskot á ykkur hinar þar sem pabbi hennar prentaði út, eftir að flestar voru farnar, eina digital mynd af okkur þar sem við sátum á gólfinu. Hún kom bara mjög vel út og ég verð að segja að sem hópur þá myndumst við bara nokkuð vel :) Úje.
Svo langar mig dálítið að vita hvað þið hafið hugsað ykkur að gokarta lengi. Mér er nokk sama þó ég keyri bara í 10 mínútur. Hins vegar ef allir ætla að keyra lengur en það þá fylgi ég bara krádinu. Endilega komið með svar í kommentum ykkar.
Að lokum þá segi ég bara góða skemmtun í London, Ásta, og við heyrumst í skype-inu á laugardaginn. Víú víú.
Tschüs (hvernig var þetta aftur skrifað?)