laugardagur, febrúar 25, 2006

*GEISP*

Góðan daginn.
Í dag er fyrsti dagurinn í vetrarfríinu mína :) Ég þarf ekki að mæta í vinnuna fyrr en á miðvikudaginn sem er starfsdagur þannig að við erum laus við krakkana. Sé fram á ljúfa og þægilega daga í stuttri vinnuviku. Ekki slæmt. Litla fríið mitt byrjaði samt ekki vel. Eftir átolympíuskautastund með Thelmu (við vorum báðar án maka í gær) sá ég rúmið mitt í hyllingum. Kom heim og viti menn, sofnaði ekki fyrr en hálf fimm :(((( Fólkið uppi var einhvers staðar í burtu þannig að 19 ára dóttir þeirra ákvað að halda partý og örugglega rústað íbúðinni temmilega í leiðinni. Dísis, brjálað drumnbass, gól, öskur, hurðaskellir, hælaháaskótramp, r'n'b, fólk að hrynja í gólfið, fólk að hrópa og hvetja hvort annað í drykkjuleik, örugglega 10 manns að þykjast að gera það í herberginu fyrir ofan mig (mjög háværar stunur (öskur?) og brjáluð hlátrasköll í kjölfarið). Meiri hurðaskellir, meira fólk að hrynja í gólfið osfrv osfrv. Krummi að farast úr stressi, pabbi ekki í góðu skapi, ég ekki í góðu skapi. Þetta var semsagt skemmtileg nótt og góð byrjun á fríi :) 5 klukkutíma svefn!
Segið þið ekki annars gott? Allt í fína út í London, Ásta?? Einhverjar fréttir?? Hvað er í gangi í hnakkabænum (Selfoss) ? Nóg að gera í vinnunni, Dögg? Allt á fullu í Garðabænum, Sigurveig? Búin að skrappa,Thelma? Óléttan að klárast, ELsa?
6 vikur í Boston :)
Kv.
ólöf

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Matarklúbbur næsta laugardag.....

....HVERNÆR ER MÆTING ELSA??? Bara að spugulera út af pössun ;-)

Hvað er annars að frétta af ykkur girls? Af okkur er bara allt gott að frétta. Nú er hún Sara Daggrós loksins orðin frísk og er hún farin að vera mjög hreyfanleg á gólfinu þó svo að hún sé nú ekki enn farin að skríða....sem betur fer segi ég nú bara vegna þess að þetta er mikil tætirófa!! Annars fórum við með börnin í myndatöku í gær hjá Brosbörnum og mikið rosalega var það gaman og hlakkar mig til að fá myndirnar, en þær verða tilbúnar næsta fimmtudag......JIBBÝ!! Svo er hún Sara Daggrós farin að sitja eins og herforingi og sat hún næstum allan tímann í myndatökunni og missti aldrei jafnvægið.....enda búin að vera í set-æfingabúðum hjá mér síðustu vikur út af myndatökunni....og það tókst ;-)

Jæja hef þetta ekki lengra í bili......eruð örugglega löngu hættar að lesa þennan pistil.....ekkert nema börn, börn og aftur börn.....hehehehe ;-)

Bæjó spæjó!

ps. svo ætlum við Ólöf að reyna að skrappa heima hjá mér næsta sunnudag ef fleiri vilja koma líka. Öllum háksmeðlimum velkomið að kíkja og skrappa eða bara föndra eitthvað allt annað!! :-)

föstudagur, febrúar 10, 2006

Ehemm

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Á ÞRIÐJUDAGINN ÁSTA !!!
og ég sem ætlaði að muna þetta damnit.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Átakið "Höldum vefnum gangandi" PART II

Allo allo
Ég var að msn-ast við Bryndísi áðan og við fórum að velta næsta matarklúbbi fyrir okkur. Munið þið hver voru næst? Nú er janúar liðinn og febrúar mun örugglega fljúga áfram enda í styttra lagi (og tíminn líður svo hrikalega hratt á þessari gervihnattaröld) þannig að það er spurning um að spýta í lófana og halda matarklúbbnum gangandi áður en sumarið kemur (og fer). Hvað segið þið? Eruð þið ekki til í matarkl.?
Eins og venjulega er lítið að frétta af mér. Ég þarf greinilega að fara að krydda eitthvað upp í tilverunni. Fara að fara í ræktina, stunda magadans og fallhlífastökk eða eitthvað.
Um að gera að kommenta eitthvað og þá á ég við alla :)
Kv. Ólöf