Góðan daginn.
Í dag er fyrsti dagurinn í vetrarfríinu mína :) Ég þarf ekki að mæta í vinnuna fyrr en á miðvikudaginn sem er starfsdagur þannig að við erum laus við krakkana. Sé fram á ljúfa og þægilega daga í stuttri vinnuviku. Ekki slæmt. Litla fríið mitt byrjaði samt ekki vel. Eftir átolympíuskautastund með Thelmu (við vorum báðar án maka í gær) sá ég rúmið mitt í hyllingum. Kom heim og viti menn, sofnaði ekki fyrr en hálf fimm :(((( Fólkið uppi var einhvers staðar í burtu þannig að 19 ára dóttir þeirra ákvað að halda partý og örugglega rústað íbúðinni temmilega í leiðinni. Dísis, brjálað drumnbass, gól, öskur, hurðaskellir, hælaháaskótramp, r'n'b, fólk að hrynja í gólfið, fólk að hrópa og hvetja hvort annað í drykkjuleik, örugglega 10 manns að þykjast að gera það í herberginu fyrir ofan mig (mjög háværar stunur (öskur?) og brjáluð hlátrasköll í kjölfarið). Meiri hurðaskellir, meira fólk að hrynja í gólfið osfrv osfrv. Krummi að farast úr stressi, pabbi ekki í góðu skapi, ég ekki í góðu skapi. Þetta var semsagt skemmtileg nótt og góð byrjun á fríi :) 5 klukkutíma svefn!
Segið þið ekki annars gott? Allt í fína út í London, Ásta?? Einhverjar fréttir?? Hvað er í gangi í hnakkabænum (Selfoss) ? Nóg að gera í vinnunni, Dögg? Allt á fullu í Garðabænum, Sigurveig? Búin að skrappa,Thelma? Óléttan að klárast, ELsa?
6 vikur í Boston :)
Kv.
ólöf
laugardagur, febrúar 25, 2006
*GEISP*
Birt af Ólöf kl. 11:52 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|