Allo allo
Ég var að msn-ast við Bryndísi áðan og við fórum að velta næsta matarklúbbi fyrir okkur. Munið þið hver voru næst? Nú er janúar liðinn og febrúar mun örugglega fljúga áfram enda í styttra lagi (og tíminn líður svo hrikalega hratt á þessari gervihnattaröld) þannig að það er spurning um að spýta í lófana og halda matarklúbbnum gangandi áður en sumarið kemur (og fer). Hvað segið þið? Eruð þið ekki til í matarkl.?
Eins og venjulega er lítið að frétta af mér. Ég þarf greinilega að fara að krydda eitthvað upp í tilverunni. Fara að fara í ræktina, stunda magadans og fallhlífastökk eða eitthvað.
Um að gera að kommenta eitthvað og þá á ég við alla :)
Kv. Ólöf
föstudagur, febrúar 03, 2006
Átakið "Höldum vefnum gangandi" PART II
Birt af Ólöf kl. 7:00 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|