Halló
Hvað segið þið skvísur. Var að klára langa vinnuhelgi og er þegar farin að hlakka til að fá helgarfrí um næstu helgi. Í þessari viku er ég að læra á fósturgreiningardeildinni eða svokölluðum sónar. Það er voða gaman að vera að læra eitthvað nýtt en ótrúlega erfitt að túlka mynd sem maður sér í tvívídd í þrívídd í huganum.. Ég er þegar orðin góð í "kjallarasónar" en þetta er alveg nýtt að ómskoða krílinn við 20 vikur og gera vaxtarmat þegar konurnar eru lengra gengnar. Það er að ómskoða í gegnum kviðinn.
Ekkert planað svo sem í vikunni, ætla að reyna að vera ekki að vinna í umsjónardeildarlæknisstörfunum heima eftir vinnu eins og ég hef gert á nær hverjum degi síðastliðnar þrjár vikur. það var þó til þess að ég var í vinnunni til kl 19 í dag, ég veit svei mér þá ekki hvort er betra.
Hvað er að frétta frá ykkar heimilum? Eru flutningar í þessari viku Sigurveig?
Kveðja Dögg
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Átakið "Höldum vefnum gangandi"
Birt af Ólöf kl. 7:24 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|