mánudagur, janúar 16, 2006

Vikan framundan

Sælar og takk fyrir síðast.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í alla staði. Til að bloggið stoppi nú ekki aftur ákvað ég að setja inn nokkrar línur. Svo sem ekkert merkilegt. Þessa vikuna eru læknadagar verð ég því tvo daga í þessari viku á fyrirlestrum á Nordica hótel. Ég þarf samt að mæta á morgunfund, sem þýðir að ég þarf að hjóla á spítalann og hjóla svo til baka aftur á hótelið. Sem betur fer er voða gaman að hjóla í snjó, þetta væri hundleiðinlegt ef það væri rigning og rok.

Ég held einn fyrilestur á læknadögum og er búin að semja hann. Þetta er bara stutt erindi, verður örugglega ekki mikið mál. Á föstudaginn erum við svo að fara í sveitina og ætlum að djamma og djúsa alla helgina.

Hvað ætliðn þið að gera þessa vikuna?

Kveðja Dögg