Jæja þá, nú eru jólin endanlega liðin, Ruben er farinn til Boston og byrjar í skólanum á morgun. Svo er bara að bíða eftir páskunum :)
Síðasta vika var mjög fín og leið mjög hratt. Hápunkturinn var á miðvikudaginn þegar við áttum 3 ára brúðkaupsafmæli og skelltum okkur á Herreford (hvernig sem þetta er skrifað). Jii, hvað tíminn líður hratt.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort einhver væri í skrapp stuði? Ég var að fatta það að ég er ekkert búin að sinna þeim málum í nokkuð langan tíma og finnst löngu kominn tími til að klára litla albúmið mitt svo ég geti byrjað á því stóra. Eruð þið í stuði? Vorum við ekki líka að tala um það að hittast kannski einhvern tímann og mála saman? Gera kannski eitt stykki Mónu Lísu eða svo enda allar með eindæmum listrænar og snillingar með pensilinn.
Hvernig gengur annars hjá þér, Ásta? Er veðrið gott í London?
Adios.
Ólöf
sunnudagur, janúar 22, 2006
Hæ hó
Birt af Ólöf kl. 9:23 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|