Jæja þá er maður bara orðinn UTLP (Utan af landi pakk) ;) Við erum svona að koma okkur fyrir hérna smátt og smátt. Þetta er bara voða kósý hús nema baðið sem er ekki tilbúið, bara hægt að fara í sturtu og á klósettið. Ég er eiginlega ekkert búin að skoða mig um hérna að sökum veðurs, það hefur verið ógeðslega leiðinlegt alveg síðan við fluttum. Ég og Geirmundur komumst rétt aðeins út í einn göngutúr í næstu búð um daginn og lofaði það góðu það virðist vera nóg af göngustígum sem við þurfum að kanna. Þannig að lífið hérna er bara ágætt hér á Selfossi. Það er hinsvegar ekki nógu gott með vinnuna mína eins og þið vitið og ég næ ekkert í leikskólastjórann fyrr en eftir helgi. En ég er búin að fá dagmömmupláss fyrir Geirmund frá 1. febrúar. Það er þá eins gott að ég fái að fá fljótlega vinnuna mína annars get ég ekki borgað plássið þar sem það er svo helv. dýrt. Afsakið orðbragðið.
Ég bjóst ekki alveg við að vera heimavinnandi hér 1 til 2 mánuði, það kemur sér alls ekki vel fjárhagslega sérstaklega af því ekkert gerist með Vesturbergið og svo er það líka svo fúlt af því að ég hefði getað unnið á Klettaborg lengur og Geirmundur hefði getað verið lengur á sínum leikskóla og við hefðum ekki þurft að drífa okkur svona mikið að flytja. OHHHH égg varð bara aðeins að tjá mig um þetta.
En annars er ekki meira í fréttum héðan frá Selfossi, ég er farin að hljóma eins og fréttaritari, ég kannski verð bara með vikulega pistla frá Selfossi
jæja við heyrumst kannski núna einhvern tímann á netinu því við vorum að komast í netsamband bara í gær. :)
Og endilega látið sjá ykkur.
kveðja Bryndís
föstudagur, janúar 06, 2006
Komin á Selfoss !!!
Birt af Ólöf kl. 12:42 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|