Hey pásta. Hvenær má ég kíkja á þig áður en ég fer út til Boston? Ertu ekki að koma á þriðjudaginn eða miðvikudaginn (nenni ekki að kíkja á kommentin, sorrí).
miðvikudagur, mars 22, 2006
Loksins, loksins, loksins
....er Vesturbergið selt. Við seldum það í morgun. Við fengum reyndar ekki það sem við vildum fyrir það en við losnuðum allavega við það. Ég get ekki líst því hvað ég er ánægð með þetta og ég varð bara að deila þessu með ykkur, þar sem þið eruð nú mínar bestustu vinkonur í heimi :) Svo þá er verkefni næstu helgar bara að rumpa þrifunum af og tæma kompuna, á milli þess sem við förum í barnaafmæli og keilu. Ég hélt barasta að við ætluðum ekkert að losna við þessa íbúð og nennti ómögulega að fara að standa í því að fara að leigja hana út.
En annars er allt bara ágætt að frétta héðan frá Selfossi nema það að Geirmundur er svo kvefaður að ég hef bara aldrei vitað annað eins. Ég vona nú að það fari að lagast. Ég fékk heimsókn í gær og er ég alltaf glöð þegar einhver nennir að keyra hingað til mín. Það var hún systir mín sem kom og fengum við okkur að borða saman og kjöftuðum og var það voða notalegt kvöld. Jæja ég segi þetta gott núna, Ólöf góða skemmtun á árshátíðinni og ég vona að þú fáir einhvern kjól lánaðan (kíkið á færsluna fyrir neðan)
kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 9:26 e.h. |
þriðjudagur, mars 21, 2006
Hjælp
Ég er í smá vandræðum og ætlaði að athugaði hvort þið gætuð reddað mér. Mig vantar nefnilega kjól fyrir árshátíð og ég tími ekki að kaupa mér nýjan. Keypti mér kjól í fyrra, notaði hann á árshátíðinni þá og hef ekki farið í hann síðan og veit að það sama mun gerast ef ég kaupi nýjan fyrri þessa árshtaítaðoi. (nenni ekki að skrifa sama orðið aftur.) Því grátbið ég ykkur og mér þykir líka voða vænt um ykkur allar og þið eruð bestu vinkonur mínar.
Kv.
Ólöf
Birt af Ólöf kl. 8:07 e.h. |
föstudagur, mars 17, 2006
Letikvöld
Hallúúú
How u doin (joey rödd)!!!!
Alveg ótrúlegt framkvæmdarleysi í Barðavoginum. Við sitjum hér á föstudagskvöldi og borðum popp og reynum að finna eitthvað til að horfa á í sjónvarpinu. Við erum með hátt í 70 sjónvarpsstöðvar en samt er ekkert í imbanum. Þetta er mjög skrítið.
Við erum búin að eyða vikunni á rúntinum á nýja bílnum okkar. Forðumst öll helstu bílastæði sem líkleg eru til að vera þétt setin til að fyrirbyggja hugsanlegar, mögulegar, væntanlegar og ómögulegar skemmdir á bílnum. Einnig höfum við forðast helstu umferðaræðar og framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem og hraðahindranir og umferðarljós (aftanákeyrslur). Eiginlega höfum við bara setið í bílnum á bílastæðinu fyrir framan húsið og sett hann af og til í gang...og passað að corsan sé alltaf parkeruð fyrir framan nýja bílinn til að enginn geti óvart keyrt á hann og beðið pabba um að hafa sinn bíl alltaf fyrir aftan nýja bílinn svo enginn keyri óvart aftan á hann. Því höfum við ferðast fótgangandi og á hjólum alla vikuna. Við þurfum eiginlega að fá okkur þriðja bílinn til að nota í snatt, vitið þið um einhvern bíl sem er til sölu? :-)
En hvað hafið þið verið að gera?
Kveðja Dögg og Grímur
Birt af Ólöf kl. 10:37 e.h. |
föstudagur, mars 10, 2006
Elsa og Fjalar eignuðust stelpu í dag ;-)
Innilega til hamingju með dömuna Elsa og Fjalar! Gott að þurfa ekki að bíða eftir henni, enda verður þetta stilltasta barn ever.....er það ekki annars?? ;-) Ég sem var viss um að þetta yrði strákur, en alltaf gaman að bæta við stelpum í hópinn :-) Þannig að núna eru tveir strákar og þrjár stelpur í vinahópnum, þannig að næsta barn verður að vera strákur til að jafna töluna.... Enn og aftur til hamingju með dömuna.
Birt af Thelma kl. 1:24 e.h. |
mánudagur, mars 06, 2006
Erum við ekki að fara að föndra á miðvikudaginn?
Hallúúú
Nú eru 3 dagar þar til við fáum nýja bílinn okkar. Því miður er ég að fara á vakt skömmu eftir að við fáum hann afhenntan svo ég mun ekki vera að rúnta á fimmtudagskvöldið...snuff
Ennnnnnn.... ætluðum við ekki að hittast heima hjá Thelmu á miðvikudaginn á meðan karlpeningurinn horfir á meistardeildina í fótbolta (að ég skuli vita þetta). Hvenær er mæting? Sigurveig, ætlar þú að mæta með pappírana þína þrjá og skrappa með okkur? Elsa, munt þú koma, nú fer þig að bráðvanta áhugamál til að sinna meðan rólega barnið þitt sefur, skrapp er tilvalið... Bryndís, skutlaðu stráknum til ömmu og komdu að skrappa með okkur. Ásta tekurðu ekki bara hopp yfir til Íslands fyrir föndrið.
Hvenær er mæting? Á ég að koma með eitthvað?
kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 11:27 e.h. |