miðvikudagur, mars 22, 2006

Loksins, loksins, loksins

....er Vesturbergið selt. Við seldum það í morgun. Við fengum reyndar ekki það sem við vildum fyrir það en við losnuðum allavega við það. Ég get ekki líst því hvað ég er ánægð með þetta og ég varð bara að deila þessu með ykkur, þar sem þið eruð nú mínar bestustu vinkonur í heimi :) Svo þá er verkefni næstu helgar bara að rumpa þrifunum af og tæma kompuna, á milli þess sem við förum í barnaafmæli og keilu. Ég hélt barasta að við ætluðum ekkert að losna við þessa íbúð og nennti ómögulega að fara að standa í því að fara að leigja hana út.
En annars er allt bara ágætt að frétta héðan frá Selfossi nema það að Geirmundur er svo kvefaður að ég hef bara aldrei vitað annað eins. Ég vona nú að það fari að lagast. Ég fékk heimsókn í gær og er ég alltaf glöð þegar einhver nennir að keyra hingað til mín. Það var hún systir mín sem kom og fengum við okkur að borða saman og kjöftuðum og var það voða notalegt kvöld. Jæja ég segi þetta gott núna, Ólöf góða skemmtun á árshátíðinni og ég vona að þú fáir einhvern kjól lánaðan (kíkið á færsluna fyrir neðan)
kveðja Bryndís