að breyta útliti síðunnar. Þið verðið bara að fyrirgefa ef eitthvað dettur út. Ég er bara orðin svo hundleið á þessum rauða og gráa lit á síðunni.
Vona að þið verðið sáttar. Og eftir þessa breytingu þá verður ekkert mál að breyta útlitinu aftur og aftur og aftur án þess að tapa nokkrum breytingum af okkar hálfu.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Ég er að hugsa um
Birt af Ólöf kl. 8:24 e.h. |
föstudagur, júní 15, 2007
Pallapartý
Hæ
Í samráði við nágranna mína hérna í Tjaldhólunum ætla ég að athuga stemmingu fyrir pallapartýi. Dagurinn væri laugardagurinn 23 júni. Þetta verður djamm partý og planað að allir sem vilji gisti hjá okkur selfyssingum. Það er eitt aukaherbergi í Tjaldhólum 5 og tvö aukaherbergi í Tjaldhólum 32. Svo er einn tjaldvagn sem hægt er að nota líka. Nóg er plássið!!!!
Boðið yrði uppá fordrykk og kvöldverð, sem og morgunverð. Svo yrði drukkið og djammað eins lengi og viljað er.
Þetta er barnlaust partý. Nú langar mig að heyra hvort þið hafið einhvern áhuga og hverjir myndu mæta. Ef það myndast góð stemming þá kýlum við á þetta!!
Kveðja Dögg
Birt af Dögg kl. 8:08 e.h. |
miðvikudagur, júní 06, 2007
Sjitt
Ég ýtti óvart á enter..
Allaveganna: lítið að gerast. Ásta farin, ég var að útskrifa 10. bekkinn áðan og fékk voða sætt faðmlag frá einni sem var svo þakklát því ég hjálpaði henni í stærðfræði :) Svo fékk ég nokkur fleiri faðmlög frá stelpunum og strákarnir tóku í hendina mína. Voða gaman að þessu.
Hvað meira... nú er öll kennsla búin þannig að það er ekkert að gera nema taka til í kennslustofunni og dúllast eitthvað. Sumarfríið byrjar svo í næstu viku, íha. Og já, það eru rúmlega 3 og hálf vika þar til ég fer til Boston :)
Sendi ykkur hér link á lag sem ég þoldi ekki þegar ég heyrði það fyrst í fyrra en get hlustað endalaust á það núna. Kreisí :)
http://www.youtube.com/watch?v=U-shZs2I4E4
Vona að þetta virki. Þið verðið bara að gera copy/paste. En ég mæli með þessu lagi, ekta partýlag.
Birt af Ólöf kl. 11:18 e.h. |
Lítið að gerast.
Er að edita þennan póst (já, mér leiðist að hanga svona ein þannig að internetið er orðinn besti vinur minn :)
Fékk heldur betur tónleikaflashback þegar ég hlustaði á þetta:
Og þetta er svona þiðeruðfíflogviðhlæjumaðykkur vídeó sem ég hef ekki séð áður. (funny failed stunts)
Birt af Ólöf kl. 11:17 e.h. |
þriðjudagur, júní 05, 2007
Kveðja
Sælar stelpur ætlaði bara að kasta kveðju á ykkur áður en ég færi. Sjáumst allaveganna í brúðkaupinu hennar Thelmu...eða fyrr ef ekkert fer eins og ég vil. Takk fyrir síðast sem voru á reunioninu, þetta var bara fínt þrátt fyrir að við vorum bara fimm úr mínum bekk. Við Ólöf stóðum okkur best í djamminu þar sem við vorum síðastar heim =).
Bless bless
Ásta
Birt af Ásta kl. 11:38 f.h. |