Hæ
Í samráði við nágranna mína hérna í Tjaldhólunum ætla ég að athuga stemmingu fyrir pallapartýi. Dagurinn væri laugardagurinn 23 júni. Þetta verður djamm partý og planað að allir sem vilji gisti hjá okkur selfyssingum. Það er eitt aukaherbergi í Tjaldhólum 5 og tvö aukaherbergi í Tjaldhólum 32. Svo er einn tjaldvagn sem hægt er að nota líka. Nóg er plássið!!!!
Boðið yrði uppá fordrykk og kvöldverð, sem og morgunverð. Svo yrði drukkið og djammað eins lengi og viljað er.
Þetta er barnlaust partý. Nú langar mig að heyra hvort þið hafið einhvern áhuga og hverjir myndu mæta. Ef það myndast góð stemming þá kýlum við á þetta!!
Kveðja Dögg
föstudagur, júní 15, 2007
Pallapartý
Birt af Dögg kl. 8:08 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|