Ég ýtti óvart á enter..
Allaveganna: lítið að gerast. Ásta farin, ég var að útskrifa 10. bekkinn áðan og fékk voða sætt faðmlag frá einni sem var svo þakklát því ég hjálpaði henni í stærðfræði :) Svo fékk ég nokkur fleiri faðmlög frá stelpunum og strákarnir tóku í hendina mína. Voða gaman að þessu.
Hvað meira... nú er öll kennsla búin þannig að það er ekkert að gera nema taka til í kennslustofunni og dúllast eitthvað. Sumarfríið byrjar svo í næstu viku, íha. Og já, það eru rúmlega 3 og hálf vika þar til ég fer til Boston :)
Sendi ykkur hér link á lag sem ég þoldi ekki þegar ég heyrði það fyrst í fyrra en get hlustað endalaust á það núna. Kreisí :)
http://www.youtube.com/watch?v=U-shZs2I4E4
Vona að þetta virki. Þið verðið bara að gera copy/paste. En ég mæli með þessu lagi, ekta partýlag.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Sjitt
Birt af Ólöf kl. 11:18 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|