kom ekki langa bloggið mitt :-(
mánudagur, júlí 30, 2007
Brúðkaupsundirbúningur
Jæja fyrst að enginn nennir að blogga lengur, þá ætla ég bara að þreyta ykkur með smá brúðkaupsbloggi í staðin ;-) Undirbúningur gengur bara mjög vel, það er næstum allt komið, en á bara eftir að fá svör frá nokkrum ættingjum og vinum um það hvort að þeir komast eða ekki. Ætli maður verði ekki bara að hringja í fólkið í kvöld :-) Eins og staðan er í dag þá eru 119 eftir á listanum, en af þeim eiga allavega 10-15 eftir að svara. Á morgun ætlum við svo að hitta konuna sem er með salinn okkar og þá vil ég helst vera með endanlega tölu um fjölda upp á mat og svoleiðis. Ef ég er ekki með endanlega tölu, þá eru 10+ bara einfaldlega of mikill peningur til að láta henda afgöngum í ruslið :-( Ég ætla svo að hafa samband við þær sem geyma brúðarkjólinn minn eftir verslunarmannahelgina og láta laga hann til. En fyrir um mánuði síðan var hann of þröngur.........en núna erum við búin að vera í átaki, ég í Betra form námskeiði í Hreyfingu og svo 2x aukalega á lyftingaræfingu með Jóa (samtals 5x í viku) og gerum við alveg geggjað mikið af kviðæfingum og vonast ég til að kjóllinn sé ekki of þröngur lengur......krossa allavega putta og tær þar til eftir helgina....hehe!! Einnig erum við nær alveg hætt að borða sælgæti, fékk mér aðeins lakkrís og súkkulaðirúsínur um helgina í útilegu, en annars er ekkert svoleiðis keypt lengur. Krakkarnir og hann Jói eru líka búin að fá sín föt og skó og á ég aðeins eftir að finna litla bastkörfu fyrir Söru Daggrós og ætlar ein kona sem ég þekki að skreyta hana fyrir okkur, þannig að ef þið lumið á lítilli bastkörfu og eruð til í að lána hana, þá þigg ég það með þökkum :-) Hann Hemmi vinur okkar ætlar að panta brúðakökuna okkar, þannig að þá er allavega einu færra að skipuleggja ;-) Við eigum líka eftir að finna okkur stað til að læra brúðarvalsinn, og ef þið reyndu vitið um góðan stað þá endilega látið mig vita líka......það eru jú ekki nema um rúmar 3 vikur í stóra daginn og ekki seinna vænna en að fara að læra að dansa til að gera sig nú ekki að algjöru fífli fyrir framan alla vini og ættingja......hummm!! Ég er að fara að leggja lokahönd á borðmerkingar í vikunni, svona þegar ég veit heildartölu í brúðkaupið, en það er samt mikið tilbúið af því, hún Ólöf var svo elskuleg að hjálpa mér eitt kvöldið að líma og dúllast með það, þannig að núna þarf aðallega að prenta út og klippa til nöfn og líma á herlegheitin ;-) Ég er enn að vesenast með borðskreytingar og brúðarvönd, en ætla að fara í eina enn ferðina í blómabúðir og svona til að fá hugmyndir og fara að panta vöndinn og barmblóm á maka og svaramenn......og ekki má gleyma litla prinsinum mínum honum Rúnari Erni heldur ;-) Svo er ég búin að kaupa skó á allt liðið og erum við að reyna að ganga þá aðeins til til að fá nú ekki fótasár eftir skóna á sjálfum brúðkaupsdeginum. Nú er allt skart komið hjá mér, nema armband og kannski eitthvað sætt úr sem passar með. Ég verð með perluhálsmen (eina perlu og svo silfurkeðju, á samt eftir að kaupa hana) og svo perlu og steina eyrnarlokka, en hef ekki enn fundið armbandið. Frænka mín ætlar að farða mig og hennar fyrrverandi tengdadóttir ætlar að greiða mér. Svo ætla ég að gera svona gestabók þannig að allir standi inní ramma sem þeir halda á og svo verður tekin mynd og verð ég búin að gera pláss fyrir mynd og nöfnum við hliðina á og myndi ég setja myndirnar inn þegar búið væri að framkalla þær, en Hanna vinkona mín ætlar að gera þetta á meðan beðið verður eftir okkur. Þannig að allir hafi nú nóg að gera á meðan beðið verður. Ég á bara eftir að finna ramma sem er nógu stór og ætla ég að gera það í vikunni.
Hvað er svo annars að frétta af ykkur? Ólöf hvernær komið þið heim aftur? En þú Ásta skvís, hvernig gengur með vinnuleit? Ertu kannski bara komin með vinnu? Eru rigningar ekkert að hætta í London þessa dagana?
Jæja er að stelast í vinnutíma, endilega látið í ykkur heyra.
Adios, Thelma tilvonandi brúður :-)
Birt af Thelma kl. 8:39 f.h. |
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Saknar einhver flíspeysu??
Hæ hæ
þetta er svört flíspeysa sem hefur hugsanlega orðið eftir þegar pallapartýið var eða afmælið hans Geirmundar. Er ekki einhver sem kannast við þetta og saknar peysunnar sinnar. Látið mig endilega vita.
En það er bara allt fínt að frétta af okkur, það er orðið langt síðan ég hef hitt ykkur. Það eru náttúrulega allir út um allt, Ólöf í Boston, Sigurveig í Köben og Dögg á Spáni og ég var nú bara út í eyjum, Vestmannaeyjum, það eru nú hálfgerð útlönd :)
En nú er ég í Garpsdal og verð þar eitthvað á meðan Rúnar er að hjálpa pabba sínum að vinna í húsinu. En við ætlum reyndar að stinga af um helgina og fara í útilegu með Helgu og Jóa einhversstaðar á Vestfjörðum.
Jæja heyri frá ykkur síðar
kveðjur úr sveitinni
Bryndís
Hei Ólöf til hamingju með litlu frænku þína, ég var bara að sjá á netinu í dag að hún væri komin í heiminn, maður er hættur að frétta hvað er að gerast í fjölskyldunni nema í gegnum netið.
Birt af Bryndís kl. 2:30 e.h. |
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Svona var ég
http://www.youtube.com/watch?v=EhRKfxw-6us
Hæ
Munið þið að ég sagði ykkur frá námskeiðinu sem ég fór á fyrir tveimur helgum síðan, ef þið klikkið á linkinn þá sjáið þið hvernig ég var allan tíman. Svona var þetta 15 min fresti svo hlustaði maður á kallin eða gerði æfingar. Þetta var bara eins og á tónleikum eða eitthvað mæli með þessu. Er svo á leiðinni á annað námskeið í nóvember.
Annars ekkert annað að frétta.
Kveðja Ásta
Birt af Ásta kl. 9:22 f.h. |
sunnudagur, júlí 01, 2007
Við leitum að bíl!!!!
Bílnum hans tengdapabba var stolið um helgina. Tekinn fyrir framan Bjarnabúð í sveitinni. Lögreglan hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Við leitum því á náðir allra vina og ættingja að hafa augun hjá sér. þetta er ársgamall Toyota Yaris með skráningarnúmer ZT-522. Þegar þið rúntið um bæinn eða farið í gönguferð...... horfið gagnrýnum augum á allar bláar Toyotur og ef þið sjáið bílinn látið lögreglu vita. Hér er mynd af eins bíl.
Birt af Dögg kl. 7:22 e.h. |