fimmtudagur, júlí 12, 2007

Saknar einhver flíspeysu??

Hæ hæ
þetta er svört flíspeysa sem hefur hugsanlega orðið eftir þegar pallapartýið var eða afmælið hans Geirmundar. Er ekki einhver sem kannast við þetta og saknar peysunnar sinnar. Látið mig endilega vita.
En það er bara allt fínt að frétta af okkur, það er orðið langt síðan ég hef hitt ykkur. Það eru náttúrulega allir út um allt, Ólöf í Boston, Sigurveig í Köben og Dögg á Spáni og ég var nú bara út í eyjum, Vestmannaeyjum, það eru nú hálfgerð útlönd :)
En nú er ég í Garpsdal og verð þar eitthvað á meðan Rúnar er að hjálpa pabba sínum að vinna í húsinu. En við ætlum reyndar að stinga af um helgina og fara í útilegu með Helgu og Jóa einhversstaðar á Vestfjörðum.
Jæja heyri frá ykkur síðar
kveðjur úr sveitinni
Bryndís
Hei Ólöf til hamingju með litlu frænku þína, ég var bara að sjá á netinu í dag að hún væri komin í heiminn, maður er hættur að frétta hvað er að gerast í fjölskyldunni nema í gegnum netið.