mánudagur, júlí 27, 2009

"Matarklúbbur" í Ágúst - fljótandi fæði

Howdy öll sömul


Það er kominn tími á djamm í hópnum og rétta kvöldið er framundan.

Uppskrift
8 ágúst / Gay pride
Miðar á Nasa um kvöldið
partí á Rauðalæknum
Kokteilar flæða (ath fleirtala)
Sveitt, sleazy og skemmtileg tónlist
Allir í stuði og til í djamm
Glimmer, sólgleraugu, spandex, latex, hárbönd, axlabönd, kinkí búningar, body paint.....allt er leyft.

Ef einhver ætlar ekki að drekka áfengi í partýinu þarf að senda inn beiðni um slíkt á spjallborðinu í síðasta lagi 5 ágúst. Slíkar beiðnir verða svo metnar af húsráðendum og líklega hafnað nema viðkomandi sé læknir eða kvenkyns sjúkraþjálfari.

Ef einhver ætlar ekki að mæta þarf að senda inn beiðni um slíkt á spjallborðinu í síðasta lagi 5 ágúst. Slíkar beiðnir verða svo metnar af húsráðendum og hafnað....seeegi svona.

Þemað verður tilkynnt seinna.

Er stemming : )

FJ & EJ




þriðjudagur, júlí 21, 2009

Næsti mató

Þá er komið að því. Við hlökkum að sjálfsögðu til að sjá ykkur öll í skírninni á sunnudaginn en ætlum að bæta um betur og halda matarklúbb miðvikudaginn 29 júlí. Boðið verður upp á tilrauna-grillmennsku og vonandi verður nógu gott veður til þess að við getum setið eitthvað á pallinum ( eru þeir ekki annars að spá snjókomu). Mæting er kl 19 í Tjaldhólana. Vinsamlegast látið vita hverjir komast.

Sjáumst

Dögg

miðvikudagur, júlí 08, 2009

afmæli á laugardaginn næsta, 11.júlí 2009 :-)

Jæja að þessu sinni ætlum við að halda upp á 4ja ára afmæli eldri prinsessunnar á heimilinu uppi í sumarbústað næstkomandi laugardag, nánar tiltekið á Apavatni (Skógarnesi), orlofshúsum hjá Rafiðnarsambandinu. Við verðum í húsi númer 10 og byrjar ballið klukkan 3 með grilli og kökum :-) Endilega látið okkur vita ef þið komist ekki, það væri samt gaman að fá sem flesta og svo er rosalega gott leiksvæði fyrir krakkana á svæðinu og ef einhver vill jafnvel tjalda yfir nótt þá er það alveg hægt fyrir utan húsið :-) Hér er allavega leiðarvísir að bústaðnum;


Hvar er Skógarnes við Apavatn:
Ekið er eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi, u.þ.b. 1km vestan Selfoss er beygt til vinstri í átt að Laugavatn-Geysir-Gullfoss inn veginn Biskupstungnabraut númer 35. Þar eru eknir um 25 km og þá beygt inn á Laugarvatnsveginn númer 37 og eknir tæpir 12 km en þá er beygt til hægri niður Úteyjarveg. Haldið er framhjá bænum Útey niður að Austurey í Skógarnesið. Samtals um 4 km. frá Laugarvatnsveginum.

http://www2.rafis.is/?i=116

Kveðja Thelma og Jói