Jæja að þessu sinni ætlum við að halda upp á 4ja ára afmæli eldri prinsessunnar á heimilinu uppi í sumarbústað næstkomandi laugardag, nánar tiltekið á Apavatni (Skógarnesi), orlofshúsum hjá Rafiðnarsambandinu. Við verðum í húsi númer 10 og byrjar ballið klukkan 3 með grilli og kökum :-) Endilega látið okkur vita ef þið komist ekki, það væri samt gaman að fá sem flesta og svo er rosalega gott leiksvæði fyrir krakkana á svæðinu og ef einhver vill jafnvel tjalda yfir nótt þá er það alveg hægt fyrir utan húsið :-) Hér er allavega leiðarvísir að bústaðnum;
Hvar er Skógarnes við Apavatn:
Ekið er eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi, u.þ.b. 1km vestan Selfoss er beygt til vinstri í átt að Laugavatn-Geysir-Gullfoss inn veginn Biskupstungnabraut númer 35. Þar eru eknir um 25 km og þá beygt inn á Laugarvatnsveginn númer 37 og eknir tæpir 12 km en þá er beygt til hægri niður Úteyjarveg. Haldið er framhjá bænum Útey niður að Austurey í Skógarnesið. Samtals um 4 km. frá Laugarvatnsveginum.
http://www2.rafis.is/?i=116
Kveðja Thelma og Jói
|