mánudagur, febrúar 22, 2010

mató í mars :-)

Jæja núna ætlum við að vera tímanlega í að skipuleggja matóinn okkar þannig að allir komist, ef það eru próf vikuna á eftir þá er bara um að gera að skipuleggja sig og læra rosalega vel fyrir matóinn og rosalega mikið eftir hann til að þið komist þetta kvöld, þannig að það er ekki í boði að læra þetta laugardagskvöld :-) Við ætlum að hafa hann heima og stefnum á að enda hann í djammi þannig að það er gott að vera með pössun fram á kvöld. Við erum búin að fá næturpössun fyrir börnin okkar laugardaginn 13.mars þannig að endilega takið þennan dag frá og engar afsakanir teknar gildar.....nema auðvitað ef einhver er í útlöndum þá, en ég stórefa það er það ekki ;-) Endilega kommentið um það hvort að þið komist eða ekki, það eru alveg 3 vikur í stefnu þannig að gerið ráðstafanir þetta kvöld :-) ps. það á ekki að vera kvöð að mæta heldur á að vera gaman að hittast og spjalla og hafa gaman og kannski að maður blandi sér í Mohito líka, það er allt of langt síðan að við djömmuðum saman :-/ En þeir sem ætla að drekka eitthvað sterkara en gos og vatn verða að koma með þannig með sér :-)


Kveðja Thelma og Jói