þriðjudagur, maí 25, 2010

Óhefðbundni matarklúbburinn næsta laugardag

Hæ hó
Jæja, kvöldið í kvöld var heldur betur góð upphitun fyrir laugardagskvöldið. Það verður spennandi að fylgjast með Heru í aðalkeppninni. Eins gott sko að hún komst áfram, ég var orðin ansi svartsýn þegar eitt umslag var eftir, það hefði ekki verið alveg eins skemmtilegt að horfa á laugardaginn. Eru ekki allir jafn spenntir og ég ??
Það er spurning hvort það verður eins gaman að fylgjast með kosningunum, þið náttúrulega bara munið að vera búin að kjósa áður en þið mætið á Selfoss og mætið svo bara í góðu stuði og vonum bara að það verði jafn mikil blíða eins og er búin að vera undanfarna daga.
Hlakka til að fá ykkur á Selfoss, þið sem komist, hefði verið skemmtilegt að fá alla en við hugsum til ykkar hinna í Svíþjóð og USA :)
kveðja Bryndís

þriðjudagur, maí 11, 2010

hæ hæ
Við erum að spá í að breyta aðeins sniði matarklúbbsins frá því sem við ætluðum, þar sem barnapíurnar okkar eru líka uppteknar. Ég vona að enginn verði ósáttur við það en við ætlum bara að halda partý seinna og hafa þetta svona fjölskyldukvöld núna en auðvitað leyfilegt að opna bjóra eða eitthvað sem þið viljið. Við vorum að spá í að hafa kveikt á grillinu en hver og einn myndi koma með handa sér það sem hann vill borða. Best að byrja snemma að grilla af því júróvísjón byrjar held ég um klukkan sjö. Gott að byrja að grilla um 6 leytið.
Bestu kveðjur Bryndís

miðvikudagur, maí 05, 2010

Matarklúbbur/partý

Hæ hæ öllsömul

ég vildi bara láta ykkur vita að við ætlum að halda matarklúbb laugardaginn 29. maí, þ.e.a.s. eurovision- og kosningarkvöld. Nánari upplýsingar verða auglýstar síðar. En endilega takið kvöldið frá :)
kveðja grasekkjan sem er alveg að fara að hætta að verða grasekkja :) jibbý