þriðjudagur, maí 25, 2010

Óhefðbundni matarklúbburinn næsta laugardag

Hæ hó
Jæja, kvöldið í kvöld var heldur betur góð upphitun fyrir laugardagskvöldið. Það verður spennandi að fylgjast með Heru í aðalkeppninni. Eins gott sko að hún komst áfram, ég var orðin ansi svartsýn þegar eitt umslag var eftir, það hefði ekki verið alveg eins skemmtilegt að horfa á laugardaginn. Eru ekki allir jafn spenntir og ég ??
Það er spurning hvort það verður eins gaman að fylgjast með kosningunum, þið náttúrulega bara munið að vera búin að kjósa áður en þið mætið á Selfoss og mætið svo bara í góðu stuði og vonum bara að það verði jafn mikil blíða eins og er búin að vera undanfarna daga.
Hlakka til að fá ykkur á Selfoss, þið sem komist, hefði verið skemmtilegt að fá alla en við hugsum til ykkar hinna í Svíþjóð og USA :)
kveðja Bryndís