Eftir töluverða baráttu við blogger.com til að fá að logga mig inn og skrifa póst þá hafðist það að lokum. Liggur við að það hafi verið mikill léttir að komast loksins inn á Háks síðuna eftir marga google útúrdúra. Gæti þetta verið ástæðan fyrir lítilli umferð hérna inni?
Núna þegar við Grímur mætum orðið sjaldnar í matarklúbba eða aðra hittinga á vegum hópsins þá verður þessi síða bráðnauðsynleg við að koma fréttum til og frá okkur í Gautaborg.
Það gleður okkur að tilkynna að Björk litla verður stóra systir í janúar. Hún á von á bróður eða systur um miðjan janúar. Blessunin hefur nú ekki mikið vit á þessu né áhuga en foreldrarnir eru þeim mun spenntari.
Ég held að með þessum barneignum munum við ná þeim merka áfanga að vera með styst milli barna af öllum pörunum í hópnum, rétt um eitt og hálft ár. Vonumst eftir miklum andlegum stuðningi frá fleiri-barna foreldrum um að þetta muni allt reddast þó að það verði eflaust mikið að gera um nokkra hríð
Knús á línuna
Dögg
|