þriðjudagur, desember 21, 2010

Súkkulaðikaka

200 gr smjör

200 gr súkkulaði
2 egg
150 gr sykur
60 gr hveiti

Aðferð:
Bræðið saman í potti súkkulaði og smjör. Þeytið saman sykur og egg. Blandið saman súkkulaði/smjörblöndu og sykur/eggjablöndu, hrærið hveiti varlega saman við. Setjið
í smurt eldfast mót og bakið í ca. 40 mínútur.
Berið fram strax með ís eða þeyttum rjóma og svo er gott að hafa jarðaber.

Verði ykkur að góðu :)

Okkar kaka í matarklúbbnum var tvöföld uppskrift.

Ég segi bara gleðileg jól :)

fimmtudagur, desember 02, 2010

Jólamatarklúbburinn

Hæ hæ


Við erum að velta fyrir okkur dagsetningu á matarklúbbnum í desember. Það eru einhvern veginn ekki margir dagar sem um ræðir. Það er líka alltaf erfitt að finna dag sem einhver er ekki upptekin. En við ætlum að kanna áhugann hjá ykkur á að mæta á sunnudegi til okkar, þann 18. des, seinnipartinn. Við erum að hugsa um þennan sunnudag vegna þess að líklega er þetta eina helgin sem við komumst vestur. En endilega látið tjáið ykkur hér hvað ykkur finnst um þennan dag, ef það er ekki vinsælt getum við reynt að finna nýjan dag.
kveðja jólasveinarnir í Tjaldhólunum