200 gr smjör
200 gr súkkulaði
2 egg
150 gr sykur
60 gr hveiti
Aðferð:
Bræðið saman í potti súkkulaði og smjör. Þeytið saman sykur og egg. Blandið saman súkkulaði/smjörblöndu og sykur/eggjablöndu, hrærið hveiti varlega saman við. Setjið
í smurt eldfast mót og bakið í ca. 40 mínútur.
Berið fram strax með ís eða þeyttum rjóma og svo er gott að hafa jarðaber.
Verði ykkur að góðu :)
Okkar kaka í matarklúbbnum var tvöföld uppskrift.
Ég segi bara gleðileg jól :)
|