Jæja skvísur aðeins að lífga upp á bloggið okkar :-) Ólöf mætti í afmæli Söru Daggrósar í dag og okkur datt í hug að halda svona "kaffihúsastemningu" heima hjá mér næsta fimmtudag (vorum reyndar ekki búnar að negla daginn en þetta er hugmynd). Ég verð ein heima með krakkana frá miðvikudegi og í 10 daga á meðan Jói verður í Tyrklandi og langar mig í félagsskap á meðan hehe :-) Endilega látið mig vita ef þetta hentar ykkur eða hentar ykkur alls ekki, en þær koma bara sem komast (samt fínt að vita fjöldann upp á hressingu að gera fyrir ykkur, þá get ég farið að baka híhí). Fínt að mæta um 21, þá ætti allavega Eva Lind að vera sofnuð og hin komin í ró og á leiðinni í háttinn. Svo ætti ég örugglega að getað reddað pössun eitthvert kvöldið ef einhver önnur er svo líka til í að bjóða heim (eða að fara á kaffihús), sem sagt ég er komin með fráhvarseinkenni að hitta ykkur skvísur svona sjaldan og vil ég endilega bæta úr því sem fyrst.....já og ef engin önnur býður sig fram sem gestgjafa er ég alveg til í að bjóða ykkur svo aftur í heimsókn vikuna á eftir áður en karlinn kemur heim :-)
laugardagur, júlí 16, 2011
"kaffihús" heima hjá mér næsta fimmtudagskvöld 21.júlí :-)
Kveðja Thelma
Birt af Thelma kl. 9:09 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|