mánudagur, ágúst 30, 2004

Uppgjör

Halló
Var búin að skrifa svaka flottan útpældan póst hérna en þá hvarf hann auðvitða því tölvan fann ekki síðuna. OK styttri útgáfa 6100 á manninn en 3500 fyrir Jóa. Sendið mér SMS til að fá kennitölu og reikningsnúmer

Dögg

föstudagur, ágúst 27, 2004

Nokkur atriði sem gleymdust...úpsí búbsí

Ok það sem gleymdist var það að þið eruð vinsamlegast beðin um að mæta með nesti fyrir hádegið. Þið megið alveg koma með laugardagsnammið með ykkur...það er ekki bannnað.
Og svo er spurning hverjir vilja vera bílstjórar...við getum farið á tveimur bílum þar sem Jói getur ekki hitt okkur fyrr en seinni partinn. Ég hefði alveg verið til í að fara á mínum bíl en þar sem ég er ekki búin að fara með hann í stillingu og smurningu þá vil ég helst ekki fara á honum (á tíma á þriðjudaginn með bílinn).

Jæja ætli við hittumst ekki öll hjá Thelmu í kvöld hress og kát að vanda ;o)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Úgga búgga....

Jæja skvísur...enn og aftur. Þá er komið að lokalistanum.

Það eiga allir að mæta með regnföt, sundföt og djammföt( og annar aukabúnaður sem fylgir þessu fyrrnefnda..handklæði, make up og fleira).

Auk þess á Rúnar að mæta með eldspýtur, Bryndís með 2 sprittkerti, Ruben með aukanærbuxur, Ólöf með strigaskó, Fjalar með spilastokk, Elsa með svartan plastpoka, Thelma með uppþvottalög, Ásta með einn bolla og Nescafé, Dögg með klósettrúllu og Sigurveig með Fréttablaðið.

Einnig vil ég taka fram að allir skulu mæta með penna í farteskinu og karlpeningurinn skal mæta með stígvél.

Vil ég enn og aftur ítreka fyrri lista
1. Regnhlíf
2. Mislitir sokkar
3. Bleikt hárskraut

og nú er komið nýtt á listann en það er að karlpeningurinn á að mæta með eitthvað blátt um ennið;o)
Þeir sem ekki uppfylla þessi skilyrði verða skildir eftir heima :o(

ÞAÐ EIGA ALLIR AÐ VERA MÆTTIR TIL DAGGAR FYRIR KL: 10:30 Á LAUGARDAGINN. ÞEIR SEM EKKI VERÐA MÆTTIR TIL DAGGAR ÞEGAR KLUKKAN SLÆR 10:30 VERÐA FYRIR MIKLU SVEKKELSI ÞEGAR ÞEIR MÆTA....AF ÞVÍ AÐ VIÐ VERÐUM FARIN.

Annars vona ég bara að allir mæti á réttum tíma, vel útkvíldir og til í smá skemmtun. ÞAÐ ER STRANGLEGA BANNAÐ AÐ SKILJA GÓÐA SKAPIÐ EFTIR HEIMA.

Þangað til næst...

Óvissuferðin

Jæja skvísur...þá er það þriðja atriðið. Það eiga allir að mæta með eitthvað bleikt í hárinu :o)
Strákarnir þurfa þó ekki að mæta með neitt í hárinu

Þá eru þessi atriði komin:
1. Regnhlíf
2. Mislitir sokkar
3. Bleikt hárskraut

Eru ekki annars allir að verða klárir fyrir ferðina....

Kveðja

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Óvissuferðin

Jæja skvísur...þá er það atriði númer 2 sem verður að hafa með sér í ferðina: ÞAÐ EIGA ALLIR AÐ MÆTA Í MISLITUM SOKKUM...HELST Í MJÖG ÁBERANDI LITUM.

Þá eru þessi atriði komin:
1. Regnhlíf
2. Mislitir sokkar

Þangað til næst

mánudagur, ágúst 23, 2004

Takk fyrir alla aðstoðina!!!

Hæ girls, langaði bara að þakka kærlega fyrir alla aðstoðina í gær....erum nú alveg búin að mála íbúðina, en ætlum að dunda okkur í að pússa og mála gluggakarmana í dag. Og svo er að bæsa nokkur húsgögn og svo er flutningur örugglega næsta föstudag.

Ef þið verðið í stuði þann dag væri öll hjálpa vel þegin við að flytja, endilega látið í ykkur heyra í vikunni.

Svo er auðvitað kominn tími til að fara að hlakka til óvissuferðarinnar næsta laugardag, erum meira að segja búin að koma honum Rúnar Erni aftur í pössun til hans Jakobs, þannig að það verður ærlega slett úr klaufunum þennan dag!!!

Þangað til næst.....bæjó!

laugardagur, ágúst 21, 2004

Til hamingju með daginn Ólöf !!

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Ólöf,
hún á afmæli í dag.

Hún er 27 ára í dag,
hún er 27 ára í dag,
hún er 27 ára hún Ólöf
hún er 27 ára í dag.
vei vei húrra húrra !!! :)


Til hamingju með daginn Ólöf mín.
sjáumst.
kveðja Bryndís

föstudagur, ágúst 20, 2004

Til hamingju stelpur

Elsku Thelma, til hamingju með nýju íbúðina ykkar. Hlakka til að kíkja á hana. Það er svo gott að fá ykkur hingað í Breiðholtið :o)

Og elsku Ólöf mín, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn á morgun. Vonandi færðu nóg af pökkum...það er svo gaman. Það verður líka rosa gott að fá ykkur Ruben í Breiðholtið :o)

Já og svo þið hin sem ekki búið í Holtinu...endilega skellið ykkur á 1 stk. húsnæði í Holtinu ;o)

Hlutur 1 sem á að taka með í óvissuferðina
REGNHLÍF

Fleira var það ekki í bili kæru Hákar
Adios

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ji minn eini almáttugur....

Það er bara örtröð hérna eins og fyrri daginn. Jæja ég held að það sé alveg að verða komin lokamynd á óvissuferðina...þið fáið auðvitað ekkert að vita hvernig sú mynd er...bara upphæðina sem við Dögg þurfum til þess að geta látið verða að þessu. Ég var nú reyndar búin að láta vita í commentinu í seinustu umræðu en ítreka það hér...þetta eru ca. 5000 kr á haus sem við þurfum að fá fyrirfram (held að það sé best að einn sé með peninginn svo það verði ekkert vesen...s.s. Dögg verður buddan). Ég veit að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum þannig endilega ef þið eruð blönk farið þá eftir ráði mínu...SAFNIÐ DÓSUM. Þið getið rölt niður í bæ um helgina og hirt dósirnar af liðinu niðri í bæ og gengið í hús.
Frekari upplýsingar um fatnað og fleira kemur inn á næstu dögum.
Þangað til næst...

mánudagur, ágúst 16, 2004

Blogg síðan í gær

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Thelma
hún á afmæli í dag.........veiiiiiiiiiii

http://www.animationgrove.co.uk/cards/pc1/bday1.gif">

Innilega til hamingju með afmælið skvís ; )

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Bara örtröð á blogginu :o)

Jæja skvísur...ÞAÐ VERÐA ALLIR AÐ TAKA FRÁ LAUGARDAGINN 28. ÁGÚST 2004. Thelma og Jói, Bryndís og Rúnar: FARIÐ AÐ REDDA YKKUR PÖSSUN. Veit að það verður ekkert mál að redda pössun þegar um er að ræða svona vinsæla drengi ;o)
Það er ekki komin endanleg mynd á óvissuferðina en ætli við hefjum hana ekki stundvíslega á slaginu klukkan 12:00:00. Ég get verið driver ef þið viljið en bara endilega látið vita ef einhver annar er rosa spenntur fyrir því hlutverki. Þeir sem eru fátækir endilega hefjið dósasöfnun fyrir þessa helgi, þetta á eftir að verða rosa stuð. ÞOKKALEGA. VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL.... EN YKKUR!!!
Kannski er ekkert skrítið að ég sé farin að hlakka til þar sem ég er að REYNA að læra undir próf í 25 stiga hita SJITTURINN. Fór reyndar niður í Nauthólsvík í morgun og það var æði. Reyndar hefði mátt vera aðeins minna af þessum dordinglum sem virtust geta vaðið yfir allt og alla...maður var að finna þá í brjóstaskorunni og alles....Svo þegar víkin fór að fyllast af baðgestum virtust þessir brjóstaskoruvaðarar yfirgefa svæðið.
Berglindi var nú hætta að lítast á blikuna þegar hún horfði framan í mig...ég var orðin svo ELDRAUÐ í framan að ég var farin að lýsa upp víkina og flugvélar farnar að ruglast í ríminu (héldu að þetta væri eitthvað viðvörunarljós og flugu allar í burtu heheh). Nei ok það var kannski ekki alveg svona slæmt...smá ýkjur. Eins og þið heyrið þá hefur farið lítið fyrir próflestrinum í dag en það er bara vonandi að það fari að rigna á morgun og alla helgina...ætla að vera með regndans í kvöld úti á svölum...allir velkomnir. EEEEEEEEEEEEEN ég er búin að panta góða veðrið aftur eftir 24 ágúst 2004 þannig að það verður sól og hiti á óvissudeginum.
Hvað er annars að frétta af ykkur hinum. Er næstum því farin að sakna ykkar :o)
Læt ykkur fá frekari fréttir af óvissudeginum innan tíðar
Tjá for náv súperskvísur

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA?? ÉG PANTA ALLAVEGA SÓL!

HÆBB, HVAÐ Á SVO AÐ GERA UM HELGINA? VIÐ ÆTLUM AÐ FARA UPP Í GARPSDAL FYRIR VESTAN TIL BRYNDÍSAR, RÚNARS OG GEIRMUNDS VIÐARS OG STYTTA ÞEIM STUNDIRNAR FRÁ LAUGARDEGI FRAM AÐ SUNNUDAGS....EN ÞAU VERÐA EINMITT BÆNDUR NÆSTU TVÆR HELGARNAR. VEIT AÐ ELSA, FJALAR OG RUBEN ÆTLA KANNSKI LÍKA AÐ FARA, ÞANNIG AÐ ÞAÐ VERÐUR ÖRUGGLEGA FJÖR Í SVEITINNI. ÆTLAR RESTIN AF HÁKSMEÐLIMUM LÍKA AÐ FARA ÞANGAÐ....BARA FORVITIN....ER BARA AÐ FYLLA SVEITINA AF FÓLKI (.....ÞIÐ ÆTTUÐ NÚ SAMT AÐ HAFA SAMBAND VIÐ BRYNDÍSI OG CO. FYRST EF ÞIÐ HAFIÐ ÁHUGA.....ÞAU SJÁ VÍST UM AÐ VEITA LEYFIÐ, EN EKKI ÉG....MÉR FINNST BARA SVO GAMAN Í SVEITINNI ;-) ....). HEY! KANNSKI GETUM VIÐ FARIÐ Í BERJAMÓ OG FENGIÐ OKKUR SKYR MEÐ BLÁ- OG KRÆKIBERJUM OG RJÓMA.....NAMMI, NAMM!!!

ENDILEGA KOMMENTIÐ EITTHVAÐ, ÞAÐ HEFUR NÚ VERIÐ TAKMÖRKUÐ NOTKUN Á ÞESSARI SÍÐU UPP Á SÍÐKASTIÐ....ERU BARA ALLAR HÆTTAR AÐ KÍKJA Á HANA??