mánudagur, ágúst 23, 2004

Takk fyrir alla aðstoðina!!!

Hæ girls, langaði bara að þakka kærlega fyrir alla aðstoðina í gær....erum nú alveg búin að mála íbúðina, en ætlum að dunda okkur í að pússa og mála gluggakarmana í dag. Og svo er að bæsa nokkur húsgögn og svo er flutningur örugglega næsta föstudag.

Ef þið verðið í stuði þann dag væri öll hjálpa vel þegin við að flytja, endilega látið í ykkur heyra í vikunni.

Svo er auðvitað kominn tími til að fara að hlakka til óvissuferðarinnar næsta laugardag, erum meira að segja búin að koma honum Rúnar Erni aftur í pössun til hans Jakobs, þannig að það verður ærlega slett úr klaufunum þennan dag!!!

Þangað til næst.....bæjó!