Það er bara örtröð hérna eins og fyrri daginn. Jæja ég held að það sé alveg að verða komin lokamynd á óvissuferðina...þið fáið auðvitað ekkert að vita hvernig sú mynd er...bara upphæðina sem við Dögg þurfum til þess að geta látið verða að þessu. Ég var nú reyndar búin að láta vita í commentinu í seinustu umræðu en ítreka það hér...þetta eru ca. 5000 kr á haus sem við þurfum að fá fyrirfram (held að það sé best að einn sé með peninginn svo það verði ekkert vesen...s.s. Dögg verður buddan). Ég veit að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum þannig endilega ef þið eruð blönk farið þá eftir ráði mínu...SAFNIÐ DÓSUM. Þið getið rölt niður í bæ um helgina og hirt dósirnar af liðinu niðri í bæ og gengið í hús.
Frekari upplýsingar um fatnað og fleira kemur inn á næstu dögum.
Þangað til næst...
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Ji minn eini almáttugur....
Birt af Nafnlaus kl. 3:49 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|