föstudagur, ágúst 27, 2004

Nokkur atriði sem gleymdust...úpsí búbsí

Ok það sem gleymdist var það að þið eruð vinsamlegast beðin um að mæta með nesti fyrir hádegið. Þið megið alveg koma með laugardagsnammið með ykkur...það er ekki bannnað.
Og svo er spurning hverjir vilja vera bílstjórar...við getum farið á tveimur bílum þar sem Jói getur ekki hitt okkur fyrr en seinni partinn. Ég hefði alveg verið til í að fara á mínum bíl en þar sem ég er ekki búin að fara með hann í stillingu og smurningu þá vil ég helst ekki fara á honum (á tíma á þriðjudaginn með bílinn).

Jæja ætli við hittumst ekki öll hjá Thelmu í kvöld hress og kát að vanda ;o)