Jæja nú ætla ég að prófa einu sinni enn að blogga, mér ætlar ekki að takast þetta. Fyrst datt allt mitt blogg út, ég var búin að skrifa alveg slatta og svo hef ég tvisvar sinnum sest niður og byrjað að skrifa enn verið trufluð og þurft að fara að gera eitthvað annað. Nú ætla ég að klára þó að klukkan er orðin allt of margt og ég ætti að vera farin að sofa.
Ég ætlaði nú að segja ykkur frá helginni en nú er nánast komin fimmtudagur og það sem gerðist síðustu helgi orðið næstum úrelt því það er að koma ný helgi. Tíminn líður svo fljótt og talandi um það þá er Geirmundur bara farin að ganga, litla babyið mitt ;) Hann verður komin í skóla áður en ég veit af. Það er voða sætt að sjá hann rölta um allt. Honum finnst þetta mikið stuð og er stoltur af sjálfum sér.
Þessi vika er búin að vera svoldið erilsöm, ég fór á minn fyrsta foreldrafund sem foreldri upp í leikskólanum hans Geirmundar, það eru tveir búnir að skoða íbúðina og svo erum við að fara að skrifa undir kaupsamninginn okkar á morgun fimmtudag. Vá ég trúi þessu varla svo á laugardaginn fáum við afhent samkvæmt samningnum og þá er þetta okkar.
Ég, Thelma og Ólöf skelltum okkur í göngutúr á þriðjudaginn sem var mjög hressandi og auðvitað voru öll börnin með, Rúnar Örn, sú óskírða og Geirmundur Viðar.
Jæja nú verð ég að koma mér í rúmið klukkan er orðin alltof margt.
heyrumst
kveðja Bryndís,
Ætli þetta takist núna?
fimmtudagur, september 29, 2005
einu sinni enn
Birt af Ólöf kl. 1:08 f.h. |
miðvikudagur, september 28, 2005
föstudagur, september 23, 2005
Kveðja frá Íslandi
Jæja, ég blogga bara aftur. Þið megið alveg blogga líka. Plís.
Þetta verður ekki langt hjá mér í dag. Er ennþá í vinnunni en í smá kókakóla og ríssúkkulaði pásu. Vissuð þið annars að maurar bragðast eins og kókakóla samkvæmt eigin reynslu hjá Magnúsi Fjalari litla frænda? Þá vitið þið það.
Allaveganna, horfði á íslenska Bachelor þáttinn í gær og svei mér þá, ég hefði alveg getað sofnað. Það var nákvæmlega ekkert í gangi, enginn Hollívúdd glamúr, bara eitthvað fólk að blaðra um sjálft sig. Americas next top model var miklu skemmtilegra. Þar er aksjón í gangi, bæsexúal og yfirlíðandi módel og svoleiðis. Ég mæli með því.
Hef ekkert meira að segja nema að á morgun (jey, það er að komið helgarfrí, helgarfrí, næstum því..) þá vorum við Bryndís (a.k.a. Diddís) að hugsa um að skella okkur í Kringluna og kíkja á föt og meira skemmtilegt. Viljið þið líka?
Kær kveðja og með frið í hjarta,
Ólöf Birna
Birt af Ólöf kl. 2:45 e.h. |
þriðjudagur, september 20, 2005
Blogg!!!!
Sælar.
Var ekki viss um hvort ég kynni ennþá að blogga enda ár og öld síðan ég skrifaði inn hér síðast.
Langaði bara aðeins að vita hvað er í gangi hjá ykkur.
Einnig: ertu komin með húsnæði og vinnu, Ásta?
Annars er mjög lítið að frétta af mér. Lífið gengur sína vanalegu rútínu, vinna og sofa. Fór þó með Bryndísi og Rúnari til Selfossar í gær að kíkja á fínu íbúðina og líst mér mjög vel á þetta hjá þeim. TIl hamingju. Við Thelma fórum síðan á smá skrapp flipp um síðustu helgi og fjárfestum í þessari fínu sizzix vél. Bíð spennt eftir að hún komi til landsins ásamt öllum stimplunum sem við keyptum með vélinni. Ehemm.
Er síðan vonandi að fara í göngutúr á eftir með allaveganna Bryndísi. Vona að fleiri sjái sér fært um að mæta þó svo veðrið sé frekar óspennandi.
Kær kveðja,
Ólöf Birna
Birt af Ólöf kl. 12:04 e.h. |
miðvikudagur, september 07, 2005
Til hamingju með afmælið elsku Dögg!!!
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Dööggg
Hún á afmæli í dag....Veiiiiiiiii
Til hamingju með afmælið skvís og hafðu það sem allra best í dag :)
Birt af Elsa kl. 2:35 e.h. |